• ALLRA STERKUSTU 19. APRÍL 2025

     

    Mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins, Allra sterkustu fer fram laugardaginn 19. apríl næstkomandi. Ekki missa af frábæru kvöldi með okkar allra sterkustu knöpum í frábærri stemningu í Samskipahöllinni.

    Dagskráin verður feyki skemmtileg en meðal annars munu landsliðsknapar keppa til úrslita í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Þjóðþekktir knapar keppa í mjólkurtölti, stóðhestar og hryssur verða sýndar og U21 verður með glæsilegt sýningaratriði.

    Þá má ekki gleyma hinu geysi vinsæla happadrætti þar sem til mikils er að vinna og rúsínunni í pylsuendanum – STÓÐHESTAVELTAN, en hver veit nema úr henni verði til framtíðar heimsmeistari?

    Ekki láta þitt eftir liggja, komdu og njóttu gleðinnar og hjálpaðu liðinu að komast einu skrefi nær Gullinu á HM í Sviss!

    Húsið opnar kl 17 - tryggðu þér miða í forsölu:

    Kaupa miðaKaupa miða og kvöldverðKaupa happdrættismiðaKaupa miða í stóðhestaveltunni

Fréttir og tilkynningar

Dregið hefur verið í happdrætti Allra Sterkustu

23.04.2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.

Lífland áfram einn af stærstu styrktaraðilum LH

23.04.2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.

Framlengdur skráningarfrestur á Íslandsmót í Gæðingalist

23.04.2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.

Takk allir sem komu á ALLRA STERKUSTU

22.04.2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
70.000 kr.
Skoða vöru

Allra sterkustu - aðgöngumiði

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Happdrættismiði

Almennt verð
Verð kr.
1.000 kr.
Skoða vöru

Allra sterkustu - með kvöldverði

Almennt verð
Verð kr.
7.500 kr.
Skoða vöru