1001 þjóðleið komin út

Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og afrakstur þeirrar vinnu birtist í þessari miklu bók. Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og afrakstur þeirrar vinnu birtist í þessari miklu bók.
Yfir 1.000 göngu- og reiðleiðum er lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Þessi útgáfa er viðburður í íslenskri bókaútgáfu. Bókinni fylgir stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki. Það er bókaútgáfan Sögur útgáfa sem gefur bókina út.

Jónas fagnaði útkomu bókarinnar með því að koma ríðandi Fríkirkjuveg að Iðnó, þar sem hann afhenti Haraldi Þórarinssyni formanni Landssambands hestamannafélaga og Ólafi Erni Haraldssyni formanni Ferðafélags Íslands sitthvort eintakið af bókinni.

Bergljót Rist hjá Íslenska hestinum var með í för sem og  glæsilegir fulltrúar ungu kynslóðarinnar í hestamennskunni, þær Nína María Hauksdóttir, Þórunn Þöll Einarsdóttir og Andrea Jónína Jónsdóttir.


Sjá má frétt á RÚV um málið hér.

Stöð 2 var einnig á staðnum og má sá þá frétt með því að smella hér.