Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð LH og FHB er haldin árlega að hausti, í lok hvers keppnistímabils. Hefð er fyrir því að hátíðin sé haldin fyrsta eða annan laugardag í nóvember. 

Hestamenn koma saman þetta kvöld og gleðjast yfir uppskeru liðins tímabils. Knapar ársins eru verðlaunaðir fyrir sinn árangur í flokkunum efnilegasti knapinn, kynbótaknapi, íþróttaknapi, skeiðknapi, gæðingaknapi og knapi ársins. Að auki er það ræktunarbú verðlaunað, sem þykir hafa skilað hvað best keppnishestum í braut á hverju ári. Einnig heiðrar FHB ræktunarbú ársins. Heiðursverðlaun LH eru sömuleiðis veitt á hátíðinni og til þeirra verðlauna eru jafnan þeir til kallaðir er skilað hafa löngu og farsælu starfi til handa hestamennskunni. Hér má finna upplýsingar um alla verðlaunahafa síðustu ára.

Starfsmenn LH sjá um skipulagningu og framkvæmd viðburðarins í samstarfi við forsvarsmenn þess staðar er heldur hátíðina, sem síðastliðinn 2 ár hefur verið haldin í Gullhömrum.