• HM ÍSLENSKA HESTSINS
    4. - 11. ágúst 2025


    Sumarið 2025 verður Heimsmeistaramót íslenska hestsins"haldið í Sviss.

    Eins og flestir vita þá eru Heimsmeistaramótin með glæsilegustu viðburðum sem haldnir eru á erlendri grundu með Ísland í forgrunni.

    Mótið er dagana 4. - 10. ágúst og fer fram í BirmensTorf í Sviss

    BirmensTorf er lítið þorp í ca 30 km fjarlægð frá Zürich og mótssvæðið “Hardwinkelhof” í útjaðri þess. Mjög aðgengilegt og fallegt mótssvæði. Með fullri virðingu fyrir síðasta HM móti, sem haldið var 2009 í Sviss, þá er Handwinkelhof miklu aðgengilegri mótsstaður en var þá. Stutt er til Baden sem er mjög líflegur, fallegur bær og einfalt að njóta lífsins þar.

    Eins og áður þá býður VERDI Sport upp á pakkaferðir á mótið.

    Nánari upplýsingar

Fréttir og tilkynningar

Landsþing samþykkti viðbragðsáætlun fyrir mótahald

20.12.2024
Á landsþingi sem haldið var í október síðastliðnum var samþykkt viðbragðsáætlun fyrir mótahald Landssambands hestamannafélaga. Viðbragðsáætlunin tekur til hverskyns slysa eða óhappa sem gerast á meðan á móti stendur. Skipa þarf Öryggisfulltrúa á öllum mótum sem hefur yfirumsjón með atvikum sem upp kunna að koma og leiðbeinir um frekara viðbragð eftir alvarleika atviks. Viðbragðsáætlunin kemur upp úr vinnu Öryggisnefndar.

Áhugaverð tölfræði um félagsaðild afreksknapa

19.12.2024
Til gamans og glöggvunar höfum við tekið saman örlitla tölfræði um afreksstarfið með tilliti til félagsaðildar. Það er áhugavert að rýna í þessar tölur.

Breytingar á mótamálum og mótahaldi

18.12.2024
Mótamálin voru að venju fyrirferðarmikil Landsþingi LH sem fór fram í október síðastliðnum. Varðandi Íslandsmótin, þá var þar samþykkt að þeim skuli úthlutað með þriggja ára fyrirvara. Búið er að úthlutamótunum 2025, 2026 og 2027 en auglýst verður eftir umsóknum um Íslandsmót 2028 í vor. Samþykkt var að stofna starfshóp sem vinni tillögu um framkvæmd Íslandsmóta og annarra móta. Hópurinn kynni drög að tillögum á formannafundi 2025 sem verði lögð fyrir landsþing 2026.

Sportfengsnámskeið 20. jan

18.12.2024
Mánudaginn 20. jan 19:00 verður haldið Sportfengsnámskeið fyrir mótshaldara. Farið verður yfir kerfið frá því hvernig kerfið virkar almennt (aðgangur er stofnaður, finna mót, skráning keppenda osfrv) og hvernig það virkar í allri framkvæmd fyrir, á meðan og eftir mót. Til dæmis verður farið ítarlega í stofnum móta og hvernig mótshaldarar tryggja að þau séu rétt skráð s.s. lögleg eða ólögleg. Þá verður farið yfir atriði eins og skráningarfrest, setja inn greinar og úrslit. Skráning starfsmanna, dómara, þula og fótaskoðun.
Styrkja LH

Vefverslun

Leiðin að gullinu

Almennt verð
Verð kr.
5.900 kr.
Skoða vöru

Uppskeruhátíð 2024

Almennt verð
Verð kr.
14.900 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Landsþing 2024

Almennt verð
Verð kr.
13.590 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Lokahóf Landsþings

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru