• samfélag íslenska hestsins

    Ert þú í hestamannafélagi?

    Landssamband hestamannafélaga hefur endurvakið átak til þess að vekja athygli á samfélagi hestamanna í hestamannafélögunum og því góða starfi sem þar er unnið.  Fjölmargir hesteigendur og hestamenn eru ekki skráðir í félag. Þetta hefur margvísleg áhrif á starf félaganna og viljum við því hvetja ykkur til að taka virkan þátt í þessu með okkur og kanna hvort þið séuð ekki örugglega með virka félagsaðild. 

    Markmiðið er að fjölga skráningum í hestamannafélög landsins en á sama tíma að halda á lofti og bæta ímynd okkar hestamanna sem og mikilvægi hestamennsku sem afreks- og almenningsíþróttar bæði í sveit og þéttbýli. Með auknum fjölda félagsmanna má auðvelda fyrir innleiðingu enn fleiri verkefna og hærra þjónustustigs öllum hestamönnum til heilla.

    Dæmi um verkefni hestamannafélagana:

    Nýting, viðhald og umsjón innviða t.d. reiðhallir, þjálfunaraðstaða, keppnisvellir, beitarhólf og önnur sambærileg íþróttamannvirki.

    Þjónusta sem félögin bjóða gjarnan upp á eins og snjómokstur, losun á taði, lýsing, kerrustæði, plastgámar ofl.

    Hagsmunagæsla og réttindabarátta gagnvart öðrum almennings íþróttum og ágengi þéttbýlis, en einnig samtal og samningar við sveitarfélög og yfirvöld.

    Félögin standa vörð um íþróttina og ásýnd hennar sem og þá menningararfleifð sem hestamennskan er og tryggja að hún taki pláss í samfélaginu.

    Þá eru öryggismál, forvarnarmál, nýliðun, menntun, keppni, afreksstarf, þróun og uppbygging félagssvæðanna á ábyrgð félaganna auk þess sem aðstaða til ferðalaga, merkingar og skráning reiðleiða, áningargerði og vegpóstar væru ekki til staðar nema vegna þess að félögin láta sig þessa hluti varða.

    Ert þú ekki örugglega í hestamannafélagi? 

    Skráðu þig í hestamannafélag hér

Fréttir og tilkynningar

VERDI verður með ferðir á HM

20.03.2025
Eins og flestir vita þá er Heimsmeistaramótið er í byrjun ágúst næstkomandi. Eins og allir þeir sem á Heimsmeistaramót hafa einhvern tíma komið vita, þá er HM einn al glæsilegasti viðburður á erlendri grundu þar sem Ísland er í forgrunni. 

Íþróttadómaranefnd FEIF býður til fundar

19.03.2025
Íþróttadómaranefnd FEIF mun halda rafrænan fund um þær breytingar sem hafa orðið á regluverkinu er varða íþróttakeppni fyrir árið 2025. Fundurinn fer fram á ZOOM þann 2. apríl og hefst hann klukkan 20:00 (CET).  Fundurinn er ætlaður dómurum, knöpum sem og öllum öðrum áhugasömum. 

Knapafundur ársins í beinni á Eiðfaxa

13.03.2025
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga sem fram fer næstkomandi mánudag. Athugið að sú breyting hefur átt sér stað að fundurinn mun fara fram í beini útsendingu á vefsíðu Eiðfaxa – www.eidfaxi.is og hefst hann kl 19:00.
Framkvæmdanefnd Landsmóts 2026 og framkvæmdastjóri, frá vinstri: Elvar Einarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Arna Björg Bjarnadóttir, Stefanía Inga Sigurðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Hjörtur Bergstað, Hjörvar Halldórsson og Hallgrímur Ingi Jónsson.  A myndina vantar Bjarna Jónasson.

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

13.03.2025
Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Þetta verður þriðja Landsmótið sem Áskell Heiðar stýrir, en hann var einnig framkvæmdastjóri Landsmóts á Hólum 2016 og í Reykjavík 2018. Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Beckett University. Auk áðurnefndra Landsmóta hefur hann skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum eins og tónlistarhátíðina Bræðsluna sem mun fagna tuttugu ára afmæli í sumar. Áskell Heiðar er lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum þar sem hann kennir viðburðastjórnun. Hann mun halda því áfram samhliða skipulagningu Landsmóts.
Styrkja LH

Vefverslun

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru