• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Glæsileg og vel heppnuð miðbæjarreið

29.06.2024
Miðbæjarreið LH og Landsmóts fór fram í blíðskapar veðri í dag, farið var um miðbæinn þveran og endilangan. Rúmlega 60 hestar tóku þátt í reiðinni og fjöldinn allur af fólki var mætt á Skólavörðuholtið til að taka á móti hópnum og ná af þeim myndum. Hestarnir sýndu það og sönnuðu enn einu sinni að þeir láta það ekki á sig fá að fara um þröngar götur bæjarins og taka þátt í því fjölbreytta mannlífi sem þar er. Reiðin heppnaðist í alla staði vel og það var ljúft að heyra hófadyninn í höfuðborginni og baða sig í sólinni á sama tíma. LH þakkar öllum þeim frábæru knöpum sem tóku þátt í reiðinni og öllum þeim sem komu og fylgdust með, megum við sem oftast sjá fallega fáka fara um götur Reykjarvíkur!

Íslandsmót barna og unglinga

27.06.2024
Íslandsmót barna- og unglinga 2024 verður haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ dagana 19.-21. júlí. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Barnaflokkur: Gæðingalist 1. stig, Tölt T3, Tölt T4 og Fjórgangi V2. Unglingaflokkur: Gæðingalist 2. stig, Tölt T1, Tölt T4, Ffjórgangur V1, Fimmangur F2, Gæðingaskeiði PP1 og 100 m. flugskeið P2.

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum 2024

26.06.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið í Víðdal í sumar, það er Hestamannafélagið Fákur sem heldur mótið dagana 24.júlí – 28.júlí. Þátttökurétt eiga þau pör sem hafa náð lágmörkum í hverri grein á þessu ári ekki síðar en 17. júlí en þá lýkur skráningu á mótið. Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þátt á mótinu. Lágmörk gilda einnig í skeiðgreinum, 100m, 150m, 250m og gæðingaskeiði. Í Gæðingalist eru það fyrir 15 sem skrá sig.

Miðbæjarreiðin fer fram 29. júní

24.06.2024
Nú styttist í miðbæjarreiðina sem fram fer næsta laugardag kl 12:00. Reiðin hefst við BSÍ og þaðan verður haldið upp á Skólavörðuholtið og svo áfram í gengum miðbæinn, að tjörninni og endar reiðin aftur á BSÍ. Fánaberar með fána Landsmóts munu fara fyrir hópunum og minna alþjóð á að einn stærsti og skemmtilegasti íþrótta og menningarviðburður landsins er rétt við það að hefjast. Á eftir þeim koma svo fulltrúar hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru