Fréttir

Spuni og fleiri verða líka í veltunni!

14.04.2025
Þá styttis í stórsýningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu , verður haldið í Samskipa-reiðhöllinni í Spretti laugardagskvöldið 19. apríl nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og um 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn. Miðsala í stóðhestaveltunni verður á ALLRA STERKUSTU og á vefnum, miðaverð er 70.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða. Athugið að að girðinga-, hús-, eða sæðingagjald er ekki innifalið.
Kristinn Skúlason og Ólafur Johnson framkvæmdastjóri OJ&K

Landslið Íslands verður á MUSTAD á HM

14.04.2025
Á dögunum var skrifað undir áframhaldandi styrktarsamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og ÓJ&K – ISAM/MUSTAD til tveggja ára. Íslenska landsiðið verður því á MUSTAD skeifum á HM líkt og undanfarin ár. LH þakkar kæralega fyrir stuðninginn!

Sindri frá Hjarðartúni og næstu hestar í veltunni!

14.04.2025
Þá styttis í stórsýningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu , verður haldið í Samskipa-reiðhöllinni í Spretti laugardagskvöldið 19. apríl nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og um 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn. Miðsala í stóðhestaveltunni verður á ALLRA STERKUSTU og á vefnum, miðaverð er 70.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða. Athugið að að girðinga-, hús-, eða sæðingagjald er ekki innifalið.

Stóðahestaveltan - skemmtilegasta fjáröflun sem um getur!

12.04.2025
Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu , verður haldið í Samskipa-reiðhöllinni í Spretti laugardagskvöldið 19. apríl nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og um 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn. Miðsala í stóðhestaveltunni verður á ALLRA STERKUSTU er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða. Við kynnum fyrstu 10 stóðhestana til leiks:

Happdrættismiðarnir komnir í sölu

10.04.2025
Tryggðu þér miða í Happdrætti Allra Sterkustu. Glæsilegir vinningar í boði meðal annars glænýr Topreiter hnakkur frá Lífland. Einnungis er dregið úr seldum miðum.

Fyrsta Íslandsmótið í Gæðingalist á næsta leiti

10.04.2025
Fyrsta Íslandsmótið í Gæðingalist verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025.  Á Landsþingi sl. haust var samþykkt að halda sérstakt Íslandsmót í gæðingalist í lok innanhússtímabils, eða fyrir 15.maí ár hvert. Þetta mót kemur því í stað þess að keppt sé í Gæðingalist á Íslandsmótum utanhúss. Íslandsmeistari verður krýndur í öllum flokkum.

Icelandair Cargo styrkir Íslenska landsliðið

10.04.2025
Á dögunum var skrifað undir styrktarsamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Icelandair Cargo til tveggja ára. Þá var jafnframt staðfest að þeir hestar sem fara á HM muni fljúga út 28. Júlí nk. Landssamband hestamanna og Icelandair Cargo hafa átt góðu samstarfi að fagna um margra ára skeið þar sem félagið hefur séð um öruggan flutning hesta úr landi, sem eru á leið á Heimsmeistaramót.

A landsliðið fór á fyrirlestur með Degi Sigurðssyni

09.04.2025
Dagur Sigurðsson fyrrum landsliðsmaður og núverandi landsliðsþjálfari Krótatíska landsliðsins í handbolta hélt í dag frábæran fyrirlestur fyrir A landslið Íslands í hestaíþróttum. Hann sagði frá sinni vegferð, stórum og smáum sigrum og hvernig árangur er nátendur hugafari. Hann hvatti hópinn áfram og minnti þau á að framlag hvers þeirra hefði áhrif á heildar árangurinn. Virkilega góður inngangur að komandi tímabili keppnistímabili þar sem farmiði á HM í Sviss er í húfi.

Reglubreytingar sem tóku gildi 1. apríl

07.04.2025
Þann 1. apríl tók gildi breytingar á lögum, reglum og reglugerðum sem samþykkt var á Landsþing 2024 og FEIF þing 2025. Yfirlit yfir allar breytingar má sjá hér: yfirlit-yfir-breytingar-a-logum.pdf