Fréttir

Knapafundur ársins 17. mars

20.02.2025
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 3. hæð, mánudaginn 17. mars klukkan 19:00. Fundurinn verður bæði á staðnum og í streymi.  Farið verður yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2025, breytingar sem hafa átt sér stað og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.  Nánari dagskrá kemur síðar, en takið endilega kvöldið frá. 

Einungis konur í stjórn Ljúfs

17.02.2025
Fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur hestamannafélagsins Ljúfs í Hveragerði. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og var hann vel sóttur. Á fundinum var venju samkvæmt kosið í nýja stjórn, og fóru leikar svo að nú sitja einungis konur í aðal og varastjórn félagsins og er það í fyrsta sinn sem svo fer eftir okkar bestu vitund.

Landssamband hestamannafélaga fordæmir illa meðferð á dýrum

14.02.2025
Landssamband hestamannafélaga fordæmir slæma meðferð á hrossum og dýraníð af öllu tagi.

Sigurvilji komin í bíó um land allt

14.02.2025
Sigurvilji, heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara, er komin í kvikmyndahús um nær allt land. Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói sl laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta.

Upptaka af Sportfengsnámskeiðinu

13.02.2025
Sportfengsnámskeið fyrir mótshaldara var haldið í ársbyrjun.  Upptaka af námskeiðinu er nú aðgengileg hér á síðunni. Farið var yfir kerfið frá því hvernig kerfið virkar almennt (aðgangur er stofnaður, finna mót, skráning keppenda osfrv) og hvernig það virkar í allri framkvæmd fyrir, á meðan og eftir mót.

Íþróttastyrkur til félaga sem sinna grasrótarstarfi

10.02.2025
Við minnum á að umsóknarfrestur fyrir íþróttastyk Erasmus+ rennur út á miðvikudaginn, 12. feb. Styrkurinn er ætlaður félögum sem sinna grasrótarstarfi innan íþróttanna og þjálfun fólks á aldrinum 13-30 ára. Verkefni í þessum hluta áætlunarinnar er ætlað að styðja við uppbyggingu íþróttafélaga í starfi með ungu fólki. Það er hægt að sækja um tvenns konar verkefni:

Menntaráðstefna fyrir dómara og þjálfara

10.02.2025
Fyrirlesararnir munu kynna nýjustu þekkingu á sviði velferðar hesta, sem verður undirstaða spennandi umræðna. Þátttakendur geta hlakkað til að fá innsýn í nýjustu rannsóknir auk þess að taka þátt í lifandi pallborðsumræðum milli vísindamanna, íþróttadómara og þjálfara.

FEIF-ráðstefnan 2025

07.02.2025
FEIF-ráðstefnan fór fram í Vín í Austurríki um liðna helgi, með fulltrúum frá 18 aðildarlöndum FEIF. Austurríska Íslandshestasambandið (Österreichischer Islandpferde Verband, ÖIV) tók höfðinglega á móti ráðstefnugestum
Frá Youth Camp 2023

FEIF Youth Camp mun fara fram á Íslandi í sumar

05.02.2025
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 9.-14. júlí 2025 á Hvanneyri. FEIF Youth Camp eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annarra þjóða, auka skilning á menningarlegum mun og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Sumarbúðirnar verða að þessu sinni haldnar á Íslandi.