Fréttir

Landsþing samþykkti viðbragðsáætlun fyrir mótahald

20.12.2024
Á landsþingi sem haldið var í október síðastliðnum var samþykkt viðbragðsáætlun fyrir mótahald Landssambands hestamannafélaga. Viðbragðsáætlunin tekur til hverskyns slysa eða óhappa sem gerast á meðan á móti stendur. Skipa þarf Öryggisfulltrúa á öllum mótum sem hefur yfirumsjón með atvikum sem upp kunna að koma og leiðbeinir um frekara viðbragð eftir alvarleika atviks. Viðbragðsáætlunin kemur upp úr vinnu Öryggisnefndar.

Áhugaverð tölfræði um félagsaðild afreksknapa

19.12.2024
Til gamans og glöggvunar höfum við tekið saman örlitla tölfræði um afreksstarfið með tilliti til félagsaðildar. Það er áhugavert að rýna í þessar tölur.

Breytingar á mótamálum og mótahaldi

18.12.2024
Mótamálin voru að venju fyrirferðarmikil Landsþingi LH sem fór fram í október síðastliðnum. Varðandi Íslandsmótin, þá var þar samþykkt að þeim skuli úthlutað með þriggja ára fyrirvara. Búið er að úthlutamótunum 2025, 2026 og 2027 en auglýst verður eftir umsóknum um Íslandsmót 2028 í vor. Samþykkt var að stofna starfshóp sem vinni tillögu um framkvæmd Íslandsmóta og annarra móta. Hópurinn kynni drög að tillögum á formannafundi 2025 sem verði lögð fyrir landsþing 2026.

Sportfengsnámskeið 20. jan

18.12.2024
Mánudaginn 20. jan 19:00 verður haldið Sportfengsnámskeið fyrir mótshaldara. Farið verður yfir kerfið frá því hvernig kerfið virkar almennt (aðgangur er stofnaður, finna mót, skráning keppenda osfrv) og hvernig það virkar í allri framkvæmd fyrir, á meðan og eftir mót. Til dæmis verður farið ítarlega í stofnum móta og hvernig mótshaldarar tryggja að þau séu rétt skráð s.s. lögleg eða ólögleg. Þá verður farið yfir atriði eins og skráningarfrest, setja inn greinar og úrslit. Skráning starfsmanna, dómara, þula og fótaskoðun.

Vel heppnuð vinnuhelgi B-hóps hæfileikamótunar

16.12.2024
Um liðna helgi fór fram vinnuhelgi B- hóps hæfileikamótunar. Þar sem aðsókn í Hæfileikmótun LH er mjög mikil og komast því miður færri að en vilja. Í þeirri viðleitni að koma á móts við sem flesta og halda áfram að efla afreksstarfið okkar var því settur fót B-hópur sem er hugsaður til þessa að veita innsýn inn í starfið og undirbúa þátttakendur fyrir starf hæfileikamótunar seinna meir. 

Breytingar á félagsaðild samþykktar á Landsþingi LH

16.12.2024
Á nýliðinu landsþingi Landssambands hestamanna voru ýmsar breytingar samþykktar. Verða þær útlistaðar í nokkrum fréttum félagsmönnum til glöggvunnar en hægt er að nálgast öll gögn landsþings hér á vefsíðunni og þinggerð landsþings í heild hér: Þinggerð Landsþings

Finnbogi Bjarnason er reiðkennari ársins 2024

04.12.2024
Finnbogi er fæddur og uppalinn í hestamennsku í Skagafirði þar sem hann er búsettur en hann útskrifaðist með BSc í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum árið 2020. Í umsögn um Finnboga stendur: Finnbogi starfar sem reiðkennari og við þjálfun hrossa bæði á Íslandi og í Sviss. Hann kennir Reiðmanninn eitt & þrjú á Sauðárkróki þar sem fjöldi nemenda eru skráðir en Reiðmaðurinn er nám í reiðmennsku og hestafræðum á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann er einnig reiðkennari í æskulýðsstarfi Skagfirðings og hefur verið síðustu ár þar sem hann kennir keppnisþjálfun og almenna reiðkennslu fyrir krakkana í félaginu en Finnbogi hefur sjálfur töluvert mikla reynslu á keppnisbrautinni. Hann hefur fylgt krökkunum vel eftir í kennslunni, meðal annars á Landsmóti hestamanna í sumar. Einnig hefur hann starfað við reiðkennslu á hestabraut FNV á Sauðárkróki sem er þriggja ára námsbraut í hestamennsku. Í Sviss hefur hann verið virkur í reiðkennslu bæði með ungmennum og fullorðnum, meðal annars aðstoðarmaður/þjálfari nokkura keppenda í Svissneska landsliðinu. Finnbogi hefur mikinn metnað, ávallt jákvæður fyrir verkefninu og nemendur láta afar vel að honum.

Streymi frá menntahelginni verður opið til 13. des

03.12.2024
Þá er frábæri menntahelgi Landsliðanna og Hæfileikamótunar lokið. Viðburðurinn tókst að öllu leyti ákaflega vel en hann hófst með skemmtilegri Hestaspurningakeppni á föstudagskvöldi, síðan tóku við ákaflega fróðlegar kennslusýningar A landsliðsknapa á laugardag og svo á sunnudag voru stórglæsilegar og ekki síður fræðandi sýningar hæfileikamótunar og U21.

Hestamaðurinn Ólöf Bjarki Antons tilnefnt sem framúrskarandi ungur Íslendingur

03.12.2024
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði og hafa verðlaunin verið haldin óslitið síðan árið 2002. Tilnefningar til framúrskarandi ungra Íslendinga voru mun fleiri en þær hafa verið undanfarið og hlutum við í kringum 200 tilnefningar. Það var vandasamt og erfitt verkefni að vinna úr. Það er því ljóst að við erum rík af ungu fólki sem er að gera vel á sínu sviði.