Fréttir

Áhugamannamót Íslands 2025

24.03.2025
Áhugamannamót Íslands 2025 verður haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði 20.-22. júní 2025.

Lágmörk á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2025

24.03.2025
Keppnisnefnd LH hefur samþykkt lágmörk fyrir Íslandsmót 2025 sem haldið verður á Selfossi í lok júní. Lágmörkin haldast að þessu sinni óbreytt frá fyrra ári og við ákvörðunina er horft er til þess að keppendafjöldi sé svipaður og á undanförnum teimur Íslandsmótum.

VERDI verður með ferðir á HM

20.03.2025
Eins og flestir vita þá er Heimsmeistaramótið er í byrjun ágúst næstkomandi. Eins og allir þeir sem á Heimsmeistaramót hafa einhvern tíma komið vita, þá er HM einn al glæsilegasti viðburður á erlendri grundu þar sem Ísland er í forgrunni. 

Íþróttadómaranefnd FEIF býður til fundar

19.03.2025
Íþróttadómaranefnd FEIF mun halda rafrænan fund um þær breytingar sem hafa orðið á regluverkinu er varða íþróttakeppni fyrir árið 2025. Fundurinn fer fram á ZOOM þann 2. apríl og hefst hann klukkan 20:00 (CET).  Fundurinn er ætlaður dómurum, knöpum sem og öllum öðrum áhugasömum. 

Knapafundur ársins í beinni á Eiðfaxa

13.03.2025
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga sem fram fer næstkomandi mánudag. Athugið að sú breyting hefur átt sér stað að fundurinn mun fara fram í beini útsendingu á vefsíðu Eiðfaxa – www.eidfaxi.is og hefst hann kl 19:00.
Framkvæmdanefnd Landsmóts 2026 og framkvæmdastjóri, frá vinstri: Elvar Einarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Arna Björg Bjarnadóttir, Stefanía Inga Sigurðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Hjörtur Bergstað, Hjörvar Halldórsson og Hallgrímur Ingi Jónsson.  A myndina vantar Bjarna Jónasson.

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

13.03.2025
Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Þetta verður þriðja Landsmótið sem Áskell Heiðar stýrir, en hann var einnig framkvæmdastjóri Landsmóts á Hólum 2016 og í Reykjavík 2018. Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Beckett University. Auk áðurnefndra Landsmóta hefur hann skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum eins og tónlistarhátíðina Bræðsluna sem mun fagna tuttugu ára afmæli í sumar. Áskell Heiðar er lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum þar sem hann kennir viðburðastjórnun. Hann mun halda því áfram samhliða skipulagningu Landsmóts.

Fundur með hestamannafélögum á Norður -og Austurlandi

10.03.2025
Laugardaginn 22. febrúar fóru fulltrúar úr stjórn LH ásamt formanni norður á Akureyri þar sem góður fundur var haldinn með stjórnaraðilum hestamannafélaga á svæðinu; Skagfirðing, Neista, Létti, Funa, Hring og Freyfaxa. Farið var yfir ýmis mál sem efst eru á baugi hjá LH, samskipti LH við félögin, Landsmót á Hólum, Stefnumótun LH og helstu mál hjá hestamannafélögunum. Skipst var á skoðunum og mikið rætt um landsliðsmál, æskulýðsmál, keppnismál og hvernig við viljum þróast í framtíðinni.

Nýir leiðarar fyrir dómara í gæðingalist

28.02.2025
Á ársþingi LH síðastliðið haust urðu breytingar á reglum um gæðingalist þar sem einkunn fyrir fegurð í reið færðist yfir á flæði og reiðmennsku og þar með varð vægi gangtegunda í greininni hærra en áður.

Knapafundur ársins 17. mars

20.02.2025
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 3. hæð, mánudaginn 17. mars klukkan 19:00. Fundurinn verður bæði á staðnum og í streymi.  Farið verður yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2025, breytingar sem hafa átt sér stað og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.  Nánari dagskrá kemur síðar, en takið endilega kvöldið frá.