Fréttir: 2025

Stóðahestaveltan - skemmtilegasta fjáröflun sem um getur!

12.04.2025
Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu , verður haldið í Samskipa-reiðhöllinni í Spretti laugardagskvöldið 19. apríl nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og um 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn. Miðsala í stóðhestaveltunni verður á ALLRA STERKUSTU er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða. Við kynnum fyrstu 10 stóðhestana til leiks:

Happdrættismiðarnir komnir í sölu

10.04.2025
Tryggðu þér miða í Happdrætti Allra Sterkustu. Glæsilegir vinningar í boði meðal annars glænýr Topreiter hnakkur frá Lífland. Einnungis er dregið úr seldum miðum.

Fyrsta Íslandsmótið í Gæðingalist á næsta leiti

10.04.2025
Fyrsta Íslandsmótið í Gæðingalist verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025.  Á Landsþingi sl. haust var samþykkt að halda sérstakt Íslandsmót í gæðingalist í lok innanhússtímabils, eða fyrir 15.maí ár hvert. Þetta mót kemur því í stað þess að keppt sé í Gæðingalist á Íslandsmótum utanhúss. Íslandsmeistari verður krýndur í öllum flokkum.

Icelandair Cargo styrkir Íslenska landsliðið

10.04.2025
Á dögunum var skrifað undir styrktarsamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Icelandair Cargo til tveggja ára. Þá var jafnframt staðfest að þeir hestar sem fara á HM muni fljúga út 28. Júlí nk. Landssamband hestamanna og Icelandair Cargo hafa átt góðu samstarfi að fagna um margra ára skeið þar sem félagið hefur séð um öruggan flutning hesta úr landi, sem eru á leið á Heimsmeistaramót.

A landsliðið fór á fyrirlestur með Degi Sigurðssyni

09.04.2025
Dagur Sigurðsson fyrrum landsliðsmaður og núverandi landsliðsþjálfari Krótatíska landsliðsins í handbolta hélt í dag frábæran fyrirlestur fyrir A landslið Íslands í hestaíþróttum. Hann sagði frá sinni vegferð, stórum og smáum sigrum og hvernig árangur er nátendur hugafari. Hann hvatti hópinn áfram og minnti þau á að framlag hvers þeirra hefði áhrif á heildar árangurinn. Virkilega góður inngangur að komandi tímabili keppnistímabili þar sem farmiði á HM í Sviss er í húfi.

Reglubreytingar sem tóku gildi 1. apríl

07.04.2025
Þann 1. apríl tók gildi breytingar á lögum, reglum og reglugerðum sem samþykkt var á Landsþing 2024 og FEIF þing 2025. Yfirlit yfir allar breytingar má sjá hér: yfirlit-yfir-breytingar-a-logum.pdf

Glæsileg heiðursathöfn

03.04.2025
Í tilefni af því að Sigurbjörn Bárðarson var tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ var síðastliðinn laugardag, haldin glæsileg athöfn í Reiðhöllinni í Víðidal. Þar veitti Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður LH Sigurbirni glæsilegan heiðursgrip frá LH sem hannaður var af Inga í Sign sem virðingarvottur fyrir ómenntanlegt framlag hans til hestaíþrótta.

Allra sterkustu - takið kvöldið frá!

02.04.2025
Mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins, Allra sterkustu fer fram laugardaginn 19. apríl næstkomandi. Ekki missa af frábæru kvöldi með okkar allra sterkustu knöpum í frábærri stemningu í Samskipahöllinni. Dagskráin verður feyki skemmtileg en meðal annars munu landsliðsknapar keppa til úrslita í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Þjóðþekktir knapar keppa í mjólkurtölti, stóðhestar og hryssur verða sýndar og U21 verður með glæsilegt sýningaratriði.

Sigurvilji síðustu sýningar

26.03.2025
Sigurvilji, heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson afreksíþróttamann, hefur fengið frábærar viðtökur bíógesta um land allt en myndin hefur verið sýnd í Laugarásbíói, Bíóhúsinu á Selfossi, Króksbíói á Sauðárkróki og í Sambíóunum á Akureyri. Nú eru síðustu forvörð að sjá þessa áhrifaríku mynd á stóra tjaldinu áður en sýningum lýkur. Lokasýningar verða í Laugarásbíói á miðvikudag og sunnudag og í Bíóhúsinu á Selfossi á fimmtudag og sunnudag