Icelandair Cargo styrkir Íslenska landsliðið

10.04.2025

Á dögunum var skrifað undir styrktarsamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Icelandair Cargo til tveggja ára. Þá var jafnframt staðfest að þeir hestar sem fara á HM muni fljúga út 28. Júlí nk. Landssamband hestamanna og Icelandair Cargo hafa átt góðu samstarfi að fagna um margra ára skeið þar sem félagið hefur séð um öruggan flutning hesta úr landi, sem eru á leið á Heimsmeistaramót.

Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar og Sigurgeir Már Halldórsson sviðstjóri sölu og markaðsmála skrifuðu undir samninginn.

LH þakkar stuðninginn og hlakkar til aukins samstarfs.