Fyrsta heiðursmerki LH

Fyrsta heiðursmerki LH var veitt á Landmóti 1966. Frétt um það birtist í hestinum okkar 7. árg 2. tbl. 

 

H. J. Hólmjárn heiðraður

Stjórn L. H. samþykkti snemma á þessu ári að láta gera sérstakt heiðursmerki úr gulli til þess að veita mönnum sem viðurkenningu fyrir störf í þágu L. H. Merkið gerði Leifur Kaldal gullsmiður, er það skeifa með stöfunum L. H. og til þess gert að bera í barmi. Stjórnin samþykkti að sæma H. J. Hólmjárn fyrstan manna þessu merki, fyrir hið mikla brautryðjandastarf, er hann vann samtökum hesta manna á fyrstu árum L.H. sem fyrsti formaður sambandsins og ennfremur í þakkar- og virðingarskyni fyrir hinn sívakandi áhuga, er hann hefir ávallt sýnt ræktun íslenzka hestsins, bæði í fræðslu og starfi. H. J. Hólmjárn var afhent heiðursmerkið á Hólum í Hjaltadal síðasta landsmótsdaginn.

 

Á myndinni má sjá Hólmjárn sitja hestinn Þröst.