Mannvirkjanefnd

Reglugerð mannvirkjanefndar

1. grein
Mannvirkjanefnd skal skipuð þremur til fimm mönnum til tveggja í senn, tilnefndum af stjórn LH.

2. grein
Verkefni mannvirkjanefndar skal í megindráttum vera:
a) Að vera stjórn LH til ráðuneytis um gerð mannvirkja sem notuð eru við hestaíþróttir og hestamennsku almennt. Er þá m.a. átt við:
§ Keppnis- og æfingavelli, með tilheyrandi mannvirkjum
§ Reiðvegi
§ Reiðhallir og skemmur
§ Skipulag svæða til notkunar fyrir hvers konar starfsemi hestamanna

b) Að gera tillögur um gerð mannvirkja sem notuð eru við hestamennsku og móta þær kröfur sem gera skal til þeirra.

c) Að halda skrá yfir keppnissvæði á landinu með sem gleggstum upplýsingum.

d) Að úrskurða og gefa út vottorð um það hvort keppnissvæði uppfylli skilgreind lágmarksskilyrði til keppni og staðfestinga meta.

e) Að vekja athygli á málefnum tengdum mannvirkjum, sem nefndin telur horfa til framfara.

f) Nefndin skal fjalla um tillögur til ársþings LH er varða mannvirkjagerð og skila áliti um þær til þingsins.

3. grein
Nefndin skal rita fundargerðir og senda afrit af þeim til stjórnar LH.