Íslandsmót

Á Íslandsmóti fullorðinna skal keppt í einum styrkleikaflokki. Keppt skal í greinum þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu, V1, F1, T1, T2 sem og skeiðgreinum, PP1, P1, P3, P2. Farnir skulu 4 sprettir í 250m og 150m skeiði. Í ungmennaflokki skal keppa í sömu greinum og í fullorðinsflokki auk gæðingalist. Heimilt er að bjóða upp á fleiri greinar, kjósi mótshaldarar svo, sem og sýningagreinar. Í sýningargreinum skal ekki krýna Íslandsmeistara.

Á Íslandsmóti barna og unglinga skal keppt í keppnisgreinum þeim sem skilgreindar eru í hverjum aldursflokki. Heimilt er að fella niður keppnisgrein náist ekki lágmarks þátttaka til verðlauna. Börn keppi í V2, T3, T4, gæðingalist. Unglingar keppi í V1, T1, F2, T4, gæðingalist og skeiðgreinum sem skilgreindar eru. Heimilt er að bjóða upp á fleiri greinar, kjósi mótshaldarar svo, sem og sýningagreinar. Í sýningargreinum skal ekki krýna Íslandsmeistara.

Keppnisárangur skal nást á sama ári og Íslandsmót er haldið. Keppnisárangur er gildur frá löglegum mótum, staðfestur í mótaskýrslu, og skal árangur keppnispars miðast við annan mánudag áður en keppni hefst á Íslandsmóti.

Meistaraflokkur fullorðins – lágmarkseinkunn í öllum greinum sem keppnisnefnd LH ákveður

Ungmennaflokkur – lágmarkseinkunn í öllum greinum sem keppninefnd LH ákveður

Unglingaflokkur – öllum opinn Barnaflokki – öllum opinn

Þeir sem ætla að keppa um samanlagðan sigurvegara þurfa að vera með skráðan árangur í þeim greinum sem gilda til samanlagðra greina og hafa náð lágmarkseinkunn sem Keppnisnefnd LH ákveður í a.m.k einni grein.