Allra sterkustu - takið kvöldið frá!

02.04.2025

Mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins, Allra sterkustu fer fram laugardaginn 19. apríl næstkomandi. Ekki missa af frábæru kvöldi með okkar allra sterkustu knöpum í frábærri stemningu í Samskipahöllinni.

Dagskráin verður feyki skemmtileg en meðal annars munu landsliðsknapar keppa til úrslita í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Þjóðþekktir knapar keppa í mjólkurtölti, stóðhestar og hryssur verða sýndar og U21 verður með glæsilegt sýningaratriði.

Þá má ekki gleyma hinu geysi vinsæla happadrætti þar sem til mikils er að vinna og rúsínunni í pylsuendanum – STÓÐHESTAVELTAN, en hver veit nema úr henni verði til framtíðar heimsmeistari?

Ekki láta þitt eftir liggja, komdu og njóttu gleðinnar og hjálpaðu liðinu að komast einu skrefi nær Gullinu á HM í Sviss!

Húsið opnar kl 17 - tryggðu þér miða í forsölu:

Kaupa miða

Kaupa miða og kvöldverð