Glæsileg heiðursathöfn

03.04.2025

Í tilefni af því að Sigurbjörn Bárðarson var tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ var síðastliðinn laugardag, haldin glæsileg athöfn í Reiðhöllinni í Víðidal. Þar veitti Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður LH Sigurbirni glæsilegan heiðursgrip frá LH sem hannaður var af Inga í Sign sem virðingarvottur fyrir ómetanlegt framlag hans til hestaíþrótta.

Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga stóðu að athöfninni, en Sigurbjörn hefur verið í Fáki frá barnsaldri. Formaður Fáks Hjörtur Bergstað og Linda Björk ávörpuðu samkomuna sem var einkar vel sótt af ættingjum, vinum og samferðafólki Sigurbjörns í hestamennskunni.