Fréttir

Reiðkennari ársins – Tilnefningar

18.11.2024
Menntanefnd LH auglýsir netkosningu á reiðkennara ársins 2024. Kosningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 24.nóvember. Sigurvegari fær afhent verðlaun á Menntadegi A – landsliðsins, laugardaginn 30.nóvember og fer áfram í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF instructor/trainer of the year), þar sem kosið verður um einn reiðkennara frá hverju FEIF landi. Meðfylgjandi er útdráttur úr umsögnum sem fylgdu tilnefningunum til Menntanefndar LH sem kallað var eftir í frétt fyrir stuttu (https://www.lhhestar.is/is/frettir/oskad-er-eftir-tilnefningum-fyrir-reidkennara-arsins-2024 ). Allir tilnefndir eru að þessu sinni með reiðkennaramenntun frá Háskólanum á Hólum og eru Level 3 innan FEIF-matrixunnar. Tilnefndir eru eftirfarandi aðilar:

Hesta Quiz

14.11.2024
Föstudagskvöldið 29. nóvember mun fara fram Hestaspurningakeppni í reiðhöllinni í Víðidal og verður þetta skemmtilegur upptaktur fyrir menntahelgina, þar sem áhugasömum gefst tækifæri á að reyna þekkingu sína og minni þegar kemur að ýmsum staðreyndum um íslenska hestinn, knapa, keppnir og kynbætur. Spurningarnar eru skemmtilegar og mis auðveldar viðfangs en allar ýta þær undir líflegar umræður og fá okkur til að staldra við og hugsa til baka.  Viðburðurinn er styrktarviðburður fyrir landslið íslands í hestaíþróttum og kostar því 1500kr inn. 

Andlát, Sigrún Ögmundsdóttir

13.11.2024
Andlát, Sigrún Ögmundsdóttir fyrrum starfsmaður LH lést 29. október síðastliðinn. Hún hóf störf hjá félaginu árið 2000 og lauk störfum haustið 2008.

Íslandsmót í hestaíþróttum

13.11.2024
Miklar breytingar á skipulagi og framkvæmd í farvatninu. Íslandsmót barna- og unglinga, Íslandsmót ungmenna og fullorðinna ásamt Íslandsmóti í Gæðingalist.

Leiðin að gullinu - Menntahelgi

11.11.2024
Helgin 30. nóvember - 1. des 2024 verður sannkölluð menntahelgi í reiðhöllinni í Víðidal. Á laugardeginum munu A-landsliðknaparnir okkar vera með kennslusýningar og á sunnudeginum verða tvær stórglæsilegar sýningar þar sem annarsvegar munu koma fram knapar í U21 landsliðinu og hinsvegar knapar í hæfileikamótun LH.

Netkosning LH Félagi ársins

11.11.2024
LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu og er það nú í höndum félagsmanna að kjósa hver verður valinn sem félagi ársins.  Félagi ársins er einstaklingur sem:

Þáttakendur í Hæfileikamótun LH 2024

07.11.2024
Hæfileikamótun LH hefur nú verið starfrækt í á 5 ár og er hluti af þrískiptri afreksstefnu LH (A-landslið, U21, Hæfieikamótun). Tilgangurinn er að efla uppbyggingu afreksstarfs hestaíþrótta og efla færni efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna á að ná árangri í hestaíþróttum. Yfirþjálfari hæfileikamótunar er Sigvaldi Lárus Guðmundsson. Í Hæfileikamótun er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests. Að auki er unnið með hugræna þætti svo sem markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar sem nýtast þeim í að byggja sig upp sem íþróttamenn. Er þetta fyrsta skref og undirbúningur fyrir mögulega keppni með U-21 árs landsliðinu.

Óskað er eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2024

05.11.2024
Menntanefnd LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2024.

Vilt þú starfa í nefndum LH?

01.11.2024
Að loknu hverju landsþingi skipar stjórn Landssambands hestamannafélaga í nefndir sambandsins til tveggja ára. Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.