Fréttir

Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 kynning á panel umræðum

04.01.2024
Skráningu á fimm kvölda rafræna Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland lýkur 7.janúar! Það eru því síðustu forvöð til að skrá sig en fyrsti fyrirlesturinn er þriðjudagskvöldið 9.janúar nk frá kl 19 á ísl tíma/GMT. Þema ráðstefnunar er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukna þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni. Viltu taka þátt í umræðunni og fræðast um hvernig vísindin geta aðstoðað okkur í þessari umræðu? - Ekki gleyma að skrá þig!

Öryggi hestamanna - reiðtygi

03.01.2024
Hér má sjá myndband sem öryggisnefnd LH vann um öryggi reiðtyga.

Samtal knapa og dómara

02.01.2024
Opin fundur um stöðu keppismála verður fimmtudag 4 jan kl. 19.30 í sal reiðhallar Fáks. Mikilvægt er að fara yfir málin og rýna til gagns. Hvað gengur vel og hvað þurfum við að bæta? Fyrst munu fulltrúar dómarafélaga, keppnisnefndar LH og futrúar knapa taka til máls, hópavinna, spurningar og orðið laust. Viltu hafa áhrif ?

Gleðilega hátíð

23.12.2023
Landssamband hestamannafélaga óskar ykkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu. Starfsfólk og stjórn LH

Landsmót 2028 á Rangárbökkum og Landsmót 2030 í Reykjavík

18.12.2023
Á fundi stjórnar LH þann 15. desember sl. var samþykkt, að tillögu stjórnar LM ehf., að Landsmót hestamanna 2028 verði haldið af Rangárbökkum ehf. á Rangárbökkum og Landsmót hestamanna 2030 verði haldið af Hestamannafélaginu Fáki í Víðidal í Reykjavík, með fyrirvara um að samningar milli aðila náist.

Frábær menntadagur

18.12.2023
Á laugardaginn fór fram Menntadagur landsliðsins. Kennslusýningarnar voru skemmtilegar og fræðandi. Reiðhöllin var komin í jólabúning og stemningin eftir því góð. Aðalheiður Anna byrjaði daginn á því að fjalla um grunnþjálfun hesta, síðan tók Gústaf Ásgeir við og fjallaði um hliðarstjórn og hliðarjafnvægi. Á eftir honum kom Ragnhildur og vann hún með formið. Síðastur fyrir hlé var svo Sigurður og hann sýndi okkur hvernig hann sækir í rýmið.

Kynning á fjórða fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - doktor Sveinn Ragnarsson

18.12.2023
Hefurðu velt fyrir þér hvers vegna fólk laðast að hestum? Er hugsanlegt að samskipti við hesta hafi áhrif á manneskjur og er það kannski gagnkvæmt? Hvað eru gildi og hvernig tengjast þau samfélagi, hestamennsku og velferð? Þessar vangaveltur ásamt fleirum, mun doktor Sveinn Ragnarsson, prófessor við Hestafræðideildina á Hólum, fjalla um.

Þorsteinn Björnsson er reiðkennari ársins

18.12.2023
Á hverju ári biður FEIF um tilnefningar til “trainer/instructor of the year” frá hverju landi. Undanfarin ár hefur Menntanefnd LH auglýst eftir tilnefningum til reiðkennara ársins sem fara svo í netkosningu. ef fylgir rökstuðningur. . Að þessu sinni voru það þau Hekla Katharína Kristinsdóttir, Þorsteinn Björnsson og Finnbogi Bjarnason sem fengu tilnefningar. Góð þátttaka var í kosningunum og hlutu allir mörg atkvæði en einn stóð uppúr og hlýtur titilinn reiðkennari ársins.

Virtual Education Seminar – 5 evenings in January 2024

17.12.2023
The Education Committee of LH in Iceland together with Horses of Iceland, is organizing a 2nd virtual Conference in January 2024 with the main theme of “Social Licence to Operate”. Here below we introduce the four main speakers of this very relevant theme that touches all of us. Seldom if ever has this topic been as important and while the horse world glows in discussion of what is acceptable we want to dig deeper, with the help of science. Do you want to participate in the discussion with leading experts in their fields?