Fréttir

Könnun: Útivist hesta á húsi

15.02.2024
LH barst þessi spurningakönnun um útivist hesta sem eru á húsi og biðjum við hestafólk að taka sér örfáar mínútur til að svara könnuninni sem er hluti af af BS-verkefni Hönnu Valdísar Kristinsdóttur í Búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Vel heppnaður knapafundur

15.02.2024
Landssamband hestamannafélaga stóð fyrir knapafundi fyrir keppendur, dómara og mótshaldara og þann 12 febrúar síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur bæði í sal og á netinu. Á fundinum var farið yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2024, breytingar sem hafa átt sér stað, samskiptaleiðir við LH kringum mótahald, siðareglur LH, úrtökur fyrir landsmót og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.

Íslandsmót auglýst til umsóknar á nýrri dagsetningu!

15.02.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna árið 2024 á nýrri dagsetningu eru auglýst til umsóknar fyrir áhugasama og metnaðarfulla mótshaldara. Íslandsmótin og áhugamannamót Íslands eru meðal hápunkta keppnisársins á Íslandi.

FEIF YOUTH CUP 2024

14.02.2024
Hinn geysivinsæli viðburður FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum.

Linkur fyrir knapafund

12.02.2024
Hér má nálgast link fyrir knapafundinn í kvöld.

Knapafundur fyrir keppendur og mótshaldara

09.02.2024
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga.

HorseDay birtir mótaupplýsingar

08.02.2024
Frá og með deginum í dag gefst áhugasömum tækifæri á að nálgast nýja uppfærslu smáforritsins HorseDay þar sem mótaupplýsingar koma fram. Í opnum aðgangi smáforritsins er mótavirknin áþekk því sem notendur LH Kappa eiga að venjast svo sem ráslistar, einkunnir og niðurstöður móta, en jafnframt eru þar viðbætur sem notendur geta keypt er auka virkni forritsins svo um munar. Má þar helst nefna að hægt er að vakta mót, hesta og keppendur og fá áminningu í símann þegar keppni hefst eða einkunnir eru gefnar. Þá er hægt að fylgjast með keppnisárangri hesta í hverri grein og sjá hvernig þróun árangursins hefur verið.

Sex mánuðir til stefnu

08.02.2024
Norðurlandamótið í hestaíþróttum hefst eftir sex mánuði. Mótið stendur yfir dagana 8.-11 August í Herning í Danmörku. Þar munum við fá að sjá bestu hesta Norðurlandanna keppa í íþrótta og gæðingakeppni. Keppnis svæðið í Herning er marglofað og er ekki við öðru að búast en að þar muni hver stórsýningin reka aðra. Á svæðinu verður spennandi markaðstorg, veitingasölur, leikvöllur fyrir börn auk þess sem á dagskráin eru fræðsluerindi, tónlistar atriði og fleira. Miðasala er hafin og fá þeir sem tryggja sér miða í tíma góðan afslátt. Miðinn veitir aðgang að öllu svæðinu fyrir utan hesthúsin. Umhverfi mótsins er með besta móti og stutt í ýmsa þjónustu þar með talið Legoland og Lalandia.

Fulltrúaþing FEIF fór fram um helgina

08.02.2024
Fulltrúaþing FEIF fór fram um liðna helgi í Lúxemborg. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Samvinna við vísindi“ og voru þeir Mike Weishaupt og Johannes Amplatz með fyrirlestra þar sem Mike fjallaði um áhrif keppnis járninga á hreyfilífffræði og hófheilsu íslenskra hesta og Johannes fjallaði um yfirstandandi rannsókn sína um þyngd knapa sem hófst á HM 2023. Þátttaka á þinginu var með besta móti en alls voru 125 þátttakendur frá 17 af 21 aðildarlandi FEIF á staðnum. Fyrir þinginu lágu 18 mál, þar með talið tillaga um að samþykkja Rúmeníu sem nýtt aðildarland FEIF. Af þeim tillögum sem lágu fyrir þinginu var það þó tillaga um að fella út þá reglu að hæsta og lægst einkunn þegar fimm dómarar dæma falli út og einkunn allra dómara gildi í staðinn sú tillaga sem fékk hvað mesta athygli og umræður. Fór svo að tillagan var felld og reglur um einkunnargjöf standa því óbreyttar. Nýsamþykktar reglur gilda frá og með 1. apríl 2024.