Fréttir

Frá Youth Camp 2023

FEIF Youth Camp mun fara fram á Íslandi í sumar

05.02.2025
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 9.-14. júlí 2025 á Hvanneyri. FEIF Youth Camp eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annarra þjóða, auka skilning á menningarlegum mun og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Sumarbúðirnar verða að þessu sinni haldnar á Íslandi.

Sigurvilji frumsýnd 8. febrúar

05.02.2025
Laugardaginn 8. febrúar verður heimilidarmyndin Sigurvilji frumsýnd. Myndin fjallar um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara. Sigurbjörn er þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og einn verðlaunaðasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu. Hann hóf ferilinn ungur með tvær hendur tómar en var fljótur að læra af hestamönnum og bílabröskurum hvernig hann ætti að ná árangri og komast á toppinn. Sigurvilji varpar ljósi á mikinn sigurvegara, dýravin og baráttumann sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum.

Gundula Sharman nýr forseti FEIF

30.01.2025
Aðalfundur FEIF fór fram þann 28. janúar. Fyrir fundinum lágu hefðbundin aðalfundarstörf auk kosninga til stjórnar FEIF. Fulltrúar Íslands á fundinum voru þau Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður LH og Friðrik Már Sigurðsson fyrir hönd BÍ.

Reglur um Gæðingalist uppfærðar

28.01.2025
Á landsþingi sem haldið var í október síðastliðnum samþykkti þingið nokkrar breytingar í reglugerð um Gæðingalist sem hafa áhrif á framgang keppni í greininni.

Frábær helgi hjá U21

20.01.2025
Nú um helgina fór fram æfingahelgi U21 landsliðshópsins. Þau áttu saman frábæra helgi þar sem línur voru lagðar fyrir komandi tímabil. Hópurinn naut góðs af því að fá að vera í frábærri aðstöðu Eldhesta í Hveragerði.  Hekla Katharína landsliðsþjálfari U21 og Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari A-landsliðsins tóku þau í tvo einkatíma á þeim hestum sem knaparnir stefna með á HM í Sviss og voru þau heilt yfir ánægð með standið á hópnum og reyndu að sjálfsögðu að hvetja þau enn frekar til dáða með góðum punktum og hvatningu.

Úthlutanir Íslandsmóta

16.01.2025
Í nóvember var óskað eftir umsóknum um Íslandmót sem er nú úthlutað til þriggja ára, í takt við samþykktir landsþings (á ekki við um Íslandsmót í Gæðingalist). Umsóknir bárust um öll mótin og raðst þau svona:  Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2025 Sleipni hefur þegar verið úthlutað mótinu skv. ákvörðun stjórnar LH þann 2. okt. 2024. 2026 Umsókn barst frá Sörla. Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta Sörla Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna 2026 2027 Umsóknir bárust frá Borgfirðingi, Skagfirðingi og Sörla Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta Skagfirðingi Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna 2027 Íslandsmót barna og unglinga

Samþykktir Landsþings er varða reiðvegamál

15.01.2025
Á Landsþingi LH sem fram fór í október síðast liðnum var samþykkt að LH styðji við félögin í landinu þegar ágreiningur verður um nýtingu reiðleiða. Einnig var samþykkt að stjórn leiti álits á lagalegri stöðu reiðleiða annars vegar og þjóðleiða hins vegar ásamt rétti landeigenda til að loka reiðvegum, hvort heldur sem er þjóðleiðum eða almennum reiðvegum sem eru á samþykktu skipulagi. Þá skuli skoða stöðu reiðvega innan þjóðgarða, skóg- og landrækta. Samþykkt var að senda áskorun til stjórnvalda að framlög til reiðvega verði a.m.k. 300 millj. kr. á ári næstu fimm árin eins og tillögur starfshóps innviðaráðherra um úrbætur í vegamálum segja til um.

Sportfengsnámskeið 20. jan

13.01.2025
Mánudaginn 20. jan 19:00 verður haldið Sportfengsnámskeið fyrir mótshaldara. Farið verður yfir kerfið frá því hvernig kerfið virkar almennt (aðgangur er stofnaður, finna mót, skráning keppenda osfrv) og hvernig það virkar í allri framkvæmd fyrir, á meðan og eftir mót. Til dæmis verður farið ítarlega í stofnum móta og hvernig mótshaldarar tryggja að þau séu rétt skráð s.s. lögleg eða ólögleg. Þá verður farið yfir atriði eins og skráningarfrest, setja inn greinar og úrslit. Skráning starfsmanna, dómara, þula og fótaskoðun.

Kosning um reiðkennara ársins

12.01.2025
Kosning um reiðkennara ársins 2024 fer nú fram á heimasíðu FEIF. Finnbogi Bjarnason var kosinn reiðkennari ársins á Íslandi og er því okkar fulltrúi í kosningunni. Aðrir tilnefndir eru: