Sportfengsnámskeið 20. jan

13.01.2025

Mánudaginn 20. jan kl 19:00 verður haldið Sportfengsnámskeið fyrir mótshaldara.

Farið verður yfir kerfið frá því hvernig kerfið virkar almennt (aðgangur er stofnaður, finna mót, skráning keppenda osfrv) og hvernig það virkar í allri framkvæmd fyrir, á meðan og eftir mót.

Til dæmis verður farið ítarlega í stofnum móta og hvernig mótshaldarar tryggja að þau séu rétt skráð s.s. lögleg eða ólögleg. Þá verður farið yfir atriði eins og skráningarfrest, setja inn greinar og úrslit. Skráning starfsmanna, dómara, þula og fótaskoðun. Einnig verður farið yfir greiðslumöguleika, setja inn verð, búa til dagskrá og setja inn auglýsingar.

Farið verður yfir það sem þarf að hafa í huga eftir að skráningarfresti lýkur eins og t.d. að raða í holl, taka út greinar og afskrá keppendur. Sem og það sem þarf að gera á meðan á móti stendur eins og logga inn dómara, leiðrétta rangt innslegnar einkunnir, úrskrá keppendur, skrá spjöld og atvik. En einnig það sem þarf að gera eftir að móti lýkur eins og skrif mótaskýrslu og að loka móti.

Þessi listi er ekki tæmandi en ljóst að af nægu er að taka og hvetjum við alla mótshaldara til að mæta.

Námskeiðið er frítt, fer fram á teams og þurfa áhugasamir að skrá sig fyrir 17. janúar. Linkur verður sendur á alla skráða þátttakendur.

Skráning