Úthlutanir Íslandsmóta

16.01.2025

Í nóvember var óskað eftir umsóknum um Íslandmót sem er nú úthlutað til þriggja ára, í takt við samþykktir landsþings (á ekki við um Íslandsmót í Gæðingalist). Umsóknir bárust um öll mótin og raðst þau svona: 

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna

2025 Sleipni hefur þegar verið úthlutað mótinu skv. ákvörðun stjórnar LH þann 2. okt. 2024.

2026 Umsókn barst frá Sörla.
Samþykkt að úthluta Sörla Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna 2026

2027 Umsóknir bárust frá Borgfirðingi, Skagfirðingi og Sörla
Samþykkt að úthluta Skagfirðingi Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna 2027

Íslandsmót barna og unglinga

2025 Umsókn barst frá Sörla.
Samþykkt að úthluta Sörla Íslandsmóti barna og unglinga 2025

2026 Umsóknir bárust frá Sleipni og Sörla.
Samþykkt að úthluta Sleipni Íslandsmóti barna og unglinga 2026

2027 Umsóknir bárust frá Spretti og Sörla
Samþykkt að úthluta Spretti Íslandsmóti barna og unglinga 2027

Íslandsmót í Gæðingalist

Sprettur sendi inn umsókn um að halda Íslandsmót í Gæðingalist árin 2025, 2026 og 2027. Í samræmi við samþykkt landsþings er aðeins mótið 2025 til úthlutunar nú.
Samþykkt að úthluta Spretti Íslandsmóti í Gæðingalist árið 2025. Lagt er til að mótið verði haldið helgina 25. til 27. apríl.

Stjórn LH þakkar fyrir umsóknirnar og væntir frábærra Íslandsmóta næstu árin.