Samþykktir Landsþings er varða reiðvegamál

15.01.2025

Á Landsþingi LH sem fram fór í október síðast liðnum var samþykkt að LH styðji við félögin í landinu þegar ágreiningur verður um nýtingu reiðleiða. Einnig var samþykkt að stjórn leiti álits á lagalegri stöðu reiðleiða annars vegar og þjóðleiða hins vegar ásamt rétti landeigenda til að loka reiðvegum, hvort heldur sem er þjóðleiðum eða almennum reiðvegum sem eru á samþykktu skipulagi. Þá skuli skoða stöðu reiðvega innan þjóðgarða, skóg- og landrækta.

Samþykkt var að senda áskorun til stjórnvalda að framlög til reiðvega verði a.m.k. 300 millj. kr. á ári næstu fimm árin eins og tillögur starfshóps innviðaráðherra um úrbætur í vegamálum segja til um.

Reiðvegakerfið er mikilvægur hluti af menningar arfleið hestamennskunnar og mikilvægt að standa vörð um þessi íþróttamannvirki okkar eins og önnur. Hér er hægt að opna kortasjánna og kynna sér allar þær fjölbreyttu reiðleiðir sem skráðar eru.