Fréttir

Tilkynning frá Hestamannafélaginu Jökli

30.09.2024
Opið gæðingamót Hestamannafélagsins Jökuls fór fram í lok júlí og að vanda var mikil þátttaka á mótinu og hefur þessi viðburður verið að festa sig í sessi sem feykilega vinsælt mót í mótaflórunni á Íslandi ár hvert.

Djúkboxið leikur fyrir dansi á Uppskeruhátíð

30.09.2024
Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Hátíðin tókst með eindæmum vel í fyrra og eigum við von á geggjuðu kvöldi þar sem við munum heiðra knapa fyrir frábæran árangur á árinu en líka skemmta okkur enda hvergi jafn gaman og þar sem hestafólk kemur saman. Nú er komið í ljós að hin æðimagnaða stuðhljómsveit D J Ú K B O X I Ð mun leika fyrir dansi og er þá ekki hægt að segja annað en að skemmtidagskráin sé orðin heldur betur vel mönnuð. Kvöldinu munu stýra þeir Elli og Hlynur en saman mynda þeir frábæra heild og kunna heldur betur að halda uppi gleðinni syngjandi, stríðandi og skemmtandi. Hestakonan og söngdívan Fríða Hansen ætlar að taka nokkur lög og næstum því hestamaðurinn, brekkukóngurinn Emmsjé Gauti mun án efa fá einhverja til að dusta rykið af danstöktunum. Gullhamrar eru annálaðir fyrir frábæran mat og glæsilega aðstöðu og hlökkum við mikið til að halda hátíðina okkar þar. Miðasala er í fullum gangi en við minnum áhug

Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga

28.09.2024
64. landsþing LH verður haldið í Borgarnesi 25. til 26. október 2024. Kjörnefnd LH vekur athygli á að þau sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 10. október.

Ferðapakkar á HM í Sviss

26.09.2024
HM ÍSLENSKA HESTSINS 4. - 11. ágúst 2025 Sumarið 2025 verður "Heimsmeistaramót íslenska hestsins" haldið í Sviss. Eins og flestir vita þá eru þessi HM mót með glæsilegri, ef ekki sá glæsilegasti, viðburðum sem haldin eru á erlendri grundu með Ísland í forgrunni. Mótið er dagana 4. - 10. ágúst og fer fram í Birmensdorf í Sviss Birmenstorf er lítið þorp í ca 30 km fjarlægð frá Zürich og mótssvæðið “Hardwinkelhof” í útjaðri þess. Mjög aðgengilegt og fallegt mótssvæði. Með fullri virðingu fyrir síðasta HM móti, sem haldið var 2009 í Sviss, þá er Handwinkelhof miklu aðgengilegri mótsstaður en var þá. Stutt er til Baden sem er mjög líflegur, fallegur bær og einfalt að njóta lífsins þar. Eins og áður þá býður VERDI Sport upp á pakkaferðir á mótið.

Takk þjálfarar

25.09.2024
Í dag er dagur Íþróttaþjálfara (Global Coaches Day) og viljum við nýta tækifærið og þakka okkar frábæru þjálfurum fyrir sitt framlag. Þá eru ótaldir allir þeir sem hafa rutt veginn og verið hluti af þjálfarateymum íslenskahópsins á stórmótum í gengum tíðina, en þessir aðilar eiga aðsjálfsögðu allir þakkir skildar. Við hvetjum alla hestamenn til að pósta mynd af þeirra þjálfurum með myllumerkinu #takkþjálfi #thankscoach

LH tók þátt í umferðarþingi

24.09.2024
Á föstudaginn fór fram umferðarþing á vegum Samgöngustofu þar sem kallaðir voru saman fulltrúar ýmsa vegfarendahópa og fjölluð þeir um sinn ferðamáta og þær áskoranir sem þeim fylgja í samspili við aðra vegfarendur. Guðni Halldórsson formaður LH var framsögumaður á þinginu. Hann byrjaði á að fjalla um þann mikla fjölda sem stundar hestamennsku og hversu margbreytilegur þessi hópur er með tilliti til getustigs og bæði hesta og knapa. Þetta gerði það að verkum að ekki er hægt að ganga að því vísu að allir hestar eða hestamenn bregðist eins við í krefjandi aðstæðum. Hann útskýrði fyrir gestum umferðarþings hvernig atferli hesta er háttað, sjónsviði og næmni en einnig minnti hann á að hestar eru flóttadýr sem ekki er hægt að slökkva á sí svona ef eitthvað kemur uppá.

Íslandsmót og Áhugamannamót 2025 auglýst til umsóknar

20.09.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna, Íslandsmót barna- og unglinga og Áhugamannamót Íslands árið 2025 eru auglýst til umsóknar fyrir áhugasama og metnaðarfulla mótshaldara. Íslandsmótin og áhugamannamót Íslands eru meðal hápunkta keppnisársins á Íslandi.

Keppnishestabú ársins 2024 - yfirlit árangurs

18.09.2024
Valnefnd LH óskar eftir upplýsingum frá ræktendum um keppnisárangur hesta úr þeirra ræktun.

Framboðsfrestur til stjórnar LH

13.09.2024
Landsþing LH verður haldið í Borgarnesi 25. og 26. október. Kjörnefnd landsþings vekur athygli á að þau sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing