Fréttir

Samþykktir Landsþings er varða Landsmót og gæðingakeppni

06.01.2025
Á síðastliðnu Landsþingi LH sem fór fram í Borgarnesi helgina 25-26 október var samþykkt að opna sæti á stöðulista í yngri flokkum þannig að öll ónýtt sæti hjá hestamannafélögunum færast yfir á stöðulista. Dæmi: Hestamannafélag sem á rétt á að senda fimm fulltrúa á Landsmót, en sendir einungis þrjá, gefur eftir tvö ónýtt sæti sem fara yfir á stöðulista. Grunnhugmyndin er að yngri flokkar á Landsmótum séu ætíð fullskipaðir.

Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ

04.01.2025
Í kvöld fór fram hátíðin íþróttamaður ársins og var við það tilefni tilkynnt að Sigurbjörn Bárðarson hefur verið tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Hann er fyrsti hestamaðurinn sem hlýtur þessa miklu viðurkenningu. Sigurbjörn þarf vart að kynna fyrir nokkrum hestamanni en keppnisferill hans er einstakur og er auðvelt að fullyrða að enginn íþróttamaður á Íslandi standist honum samanburð í þeim efnum. Sigurbjörn hlaut titilinn íþróttamaður ársins árið 1993 í kjöri íþróttafréttamanna og er það einn mesti heiður sem íslenskum hestaíþróttamanni hefur hlotnast. Hann var sæmdur heiðursverðlaunum LH 2022.

Jólakveðja

23.12.2024
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu. Starfsfólk og stjórn LH

Landsþing samþykkti viðbragðsáætlun fyrir mótahald

20.12.2024
Á landsþingi sem haldið var í október síðastliðnum var samþykkt viðbragðsáætlun fyrir mótahald Landssambands hestamannafélaga. Viðbragðsáætlunin tekur til hverskyns slysa eða óhappa sem gerast á meðan á móti stendur. Skipa þarf Öryggisfulltrúa á öllum mótum sem hefur yfirumsjón með atvikum sem upp kunna að koma og leiðbeinir um frekara viðbragð eftir alvarleika atviks. Viðbragðsáætlunin kemur upp úr vinnu Öryggisnefndar.

Áhugaverð tölfræði um félagsaðild afreksknapa

19.12.2024
Til gamans og glöggvunar höfum við tekið saman örlitla tölfræði um afreksstarfið með tilliti til félagsaðildar. Það er áhugavert að rýna í þessar tölur.

Breytingar á mótamálum og mótahaldi

18.12.2024
Mótamálin voru að venju fyrirferðarmikil Landsþingi LH sem fór fram í október síðastliðnum. Varðandi Íslandsmótin, þá var þar samþykkt að þeim skuli úthlutað með þriggja ára fyrirvara. Búið er að úthlutamótunum 2025, 2026 og 2027 en auglýst verður eftir umsóknum um Íslandsmót 2028 í vor. Samþykkt var að stofna starfshóp sem vinni tillögu um framkvæmd Íslandsmóta og annarra móta. Hópurinn kynni drög að tillögum á formannafundi 2025 sem verði lögð fyrir landsþing 2026.

Sportfengsnámskeið 20. jan

18.12.2024
Mánudaginn 20. jan 19:00 verður haldið Sportfengsnámskeið fyrir mótshaldara. Farið verður yfir kerfið frá því hvernig kerfið virkar almennt (aðgangur er stofnaður, finna mót, skráning keppenda osfrv) og hvernig það virkar í allri framkvæmd fyrir, á meðan og eftir mót. Til dæmis verður farið ítarlega í stofnum móta og hvernig mótshaldarar tryggja að þau séu rétt skráð s.s. lögleg eða ólögleg. Þá verður farið yfir atriði eins og skráningarfrest, setja inn greinar og úrslit. Skráning starfsmanna, dómara, þula og fótaskoðun.

Vel heppnuð vinnuhelgi B-hóps hæfileikamótunar

16.12.2024
Um liðna helgi fór fram vinnuhelgi B- hóps hæfileikamótunar. Þar sem aðsókn í Hæfileikmótun LH er mjög mikil og komast því miður færri að en vilja. Í þeirri viðleitni að koma á móts við sem flesta og halda áfram að efla afreksstarfið okkar var því settur fót B-hópur sem er hugsaður til þessa að veita innsýn inn í starfið og undirbúa þátttakendur fyrir starf hæfileikamótunar seinna meir. 

Breytingar á félagsaðild samþykktar á Landsþingi LH

16.12.2024
Á nýliðinu landsþingi Landssambands hestamanna voru ýmsar breytingar samþykktar. Verða þær útlistaðar í nokkrum fréttum félagsmönnum til glöggvunnar en hægt er að nálgast öll gögn landsþings hér á vefsíðunni og þinggerð landsþings í heild hér: Þinggerð Landsþings