Fréttir

Síðustu forvöð til að tryggja sér toll í stóðhestaveltunni!

27.05.2024
Dregið verður í stóðhestaveltu landsliðsins á fimmtudaginn 30. maí, örfáir miðar eru eftir og því um að gera að stökkva til og tryggja sér miða. Að taka þátt í stóðhestaveltunni eykur ekki bara spenningin í ræktunarstarfinu heldur er styrkurinn ómetanlegur fyrir landsliðin okkar sem munu halda á Norðurlandamót í hestaíþróttum í ágúst.

Tveir nýir hestar í Stóðhestaveltunni!

23.05.2024
Stóðhestavelta landsliðsins er til styrktar Norðurlandamótsförum 2024. Afreksstarfi LH er að miklu leiti haldið uppi af velvild einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja. Stóðhestaeigendur sem gefa tolla í stóðhestaveltu landsliðsins eru þannig einn mikilvægasti bakhjarl landsliðs Íslands í hestaíþróttum, U21 landsliðsins og Hæfileikamótunar LH. LH þakkar stóðhestaeigendum ómetanlegan stuðning.

Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga frestast

23.05.2024
Miðbæjarreið landssambands hestamannaféalga var áætluð 28. maí en frestast vegna framkvæmda efst á Skólavörðuholtinu. Ný tímasetning er ekki komin á hreint en upplýsingar um nýja tímasetningu verður birt von bráðar. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í reiðinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við sitt hestamannafélag og láta vita af sér, svo hægt sé að áætla fjölda í reiðinni með nokkurri vissu.

Stóðhestavelta landsliðsins til styrktar knöpum á Norðurlandamóti

21.05.2024
Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Stóðhestavelta landsliðsins

17.05.2024
Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Norðurlandamót í hestaíþróttum

16.05.2024
Norðurlandamótið í hestaíþróttum hefst eftir tæpa þrjá mánuði. Mótið stendur yfir dagana 8.-11. ágúst í Herning í Danmörku. Þar munum við fá að sjá bestu hesta Norðurlandanna keppa í íþrótta og gæðingakeppni. Keppnissvæðið í Herning er marglofað og er ekki við öðru að búast en að þar muni hver stórsýningin reka aðra.

Stóðhestavelta landsliðsins

16.05.2024
Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins hefst á hádegi föstudaginn 17. maí í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Fjöldi keppenda í gæðingakeppni á Landsmóti

15.05.2024
Hvert hestamannafélag fær eitt sæti í hverjum flokki fyrir hverja 125 félagsmenn.

Lífland styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

14.05.2024
Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar Landsambands hestamannafélaga (LH) og Arnar Þórisson forstjóri Líflands undirrituðu fyrir skemmstu endurnýjaðan styrktar- og samstarfssamning til 2025 eða fram yfir næsta heimsmeistaramót. Lífland verður því áfram einn af aðalstyrktaraðilum LH.