Fréttir

Virtual Education Seminar – 5 evenings in January 2024

17.12.2023
The Education Committee of LH in Iceland together with Horses of Iceland, is organizing a 2nd virtual Conference in January 2024 with the main theme of “Social Licence to Operate”. Here below we introduce the four main speakers of this very relevant theme that touches all of us. Seldom if ever has this topic been as important and while the horse world glows in discussion of what is acceptable we want to dig deeper, with the help of science. Do you want to participate in the discussion with leading experts in their fields?

Kennslusýningar og jólamatur á laugardaginn

14.12.2023
Nú styttist heldur betur í menntadag A-landsliðis Íslands í hestaíþróttum sem fram fer laugardaginn 16. des í Lýsis höllinni Víðidal. Þar munu okkar fremstu knapar vera með kennslusýningar, auk þess sem skrifað verður undir samstarfssamning milli LH og Háskólans á Hólum og reiðkennari ársins verður heiðraður.

Skemmtilegum Hólaferðum hæfileikamótunar lokið

14.12.2023
Hæfileikamótun LH hefur verið starfrækt um nokkra ára skeið með það að markmiði að ýta undir uppbyggingu og nýliðun í afreksstarfi hestaíþrótta og efla færni ungra og efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna hátt í hestaíþróttinni. Yfirþjálfari hæfileikamótunar er Sigvaldi Lárus Guðmundsson og hefur hann tekið þátt í verkefninu frá upphafi. Aðspurður segir hann verkefnið hafa þróast vel: ,,Ásóknin hefur aukist ár frá ári og komast því miður færri að en vilja. Í ár eru til að mynda tveir 20 manna hópar og hafa sumir þátttakendur hæfileikamótunar verið með frá upphafi verkefnisins. Ég sé miklar framfarir hjá þeim krökkum sem hafa verið ár frá ári og er gaman að segja frá því að sumir þeirra eru þegar farnir að skila sér inn í U21 landsliðshópinn“.

Kynning á þriðja fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - doktor Guðrún Stefánsdóttir

14.12.2023
Hvað má maður vera þungur á hestbaki? Öll höfum við heyrt þessa umræðu og hefur hún orðið háværari og mikilvægari undanfarin ár. Þriðji fyrirlesarinn á menntaráðstefnu LH mun fjalla um hvaða áhrif mismunandi þyngd knapa hefur á hestinn.

Kynning á öðrum fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Marie Rhodin

13.12.2023
Marie Rhodin er vel þekkt og virt vísindakona á sviði hreyfingafræði hrossa. Hún útskrifaðist 2003 frá Sænska landbúnaðarháskólanum og er núna dósent í „heilbrigðishreyfigreiningu“ eða „Equine clinical biomechanics“ við deild líffæra-, lífeðlis- og lífefnafræði Sænska Landbúnaðarháskólans.
Prof. Dr.med.vet., PhD Michael Weishaupt

Kynning á fyrsta fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Michael Weishaupt

12.12.2023
Kynning á fyrsta fyrirlesara á rafrænu Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Michael Weishaupt Hér að neðan kynnum við fyrsta fyrirlesara Menntaráðstefnunnar. Skráning er í fullum gangi og enn er 15% afsláttur sem gildir fyrir alla sem skrá sig og greiða fyrir 15.desember.

Spennandi kennslusýningar á menntadegi landsliðisins

11.12.2023
Menntadagur A-landsliðis Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 16. des í Lýsis höllinni Víðidal. Þar munu okkar fremstu knapar vera með kennslusýningar, auk þess sem skrifað verður undir samstarfssamning milli LH og Háskólans á Hólum. Hádegismatur verður seldur í veitingasalnum. Miðaverð er 5000 krónur og rennur allur ágóði til landsliðisins. Hægt er að kaupa miða á vefsíðu LH.

Landslið Íslands 2024

07.12.2023
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum hefur valið úrtakshóp sinn fyrir starfsárið 2024. Eftir frábæran árangu á liðnu ári þar sem Heimsmeistaramótið í Hollandi var hápunkturinn er ljóst að Ísland á tækifæri á að senda stóran hóp á næsta HM sem haldið verður í Sviss árið 2025 og undirbúningur er þegar farinn á fullan skrið. Verkefni ársins eru mikil en hápunkturinn verður Norðurlandamótið í Herning í Danmörku 8-11 ágúst næstkomandi þar sem norðurlandaþjóðirnar etja kappi bæði í íþróttakeppni og gæðingakeppni og glöggt má sjá að hugur Sigurbjörns í sínu vali er einnig að sækja styrk í öfluga gæðingakeppnisknapa í bland við ríkjandi heimsmeistara og aðra knapa sem skarað hafa framúr á liðnu ári.

Forsala miða á Landsmót hestamanna

04.12.2023
Tryggðu þér miða á forsöluverði á Landsmót hestamanna næsta sumar. Verð á vikupassa fyrir fullorðna er 21.900kr fram að áramótum. Landsmót hestamanna verður haldið í Reykjavík dagana 1.-7.júlí 2024 af hestamannafélögunum Spretti og Fáki og undirbúningur er í fullum gangi!