Heimsmet Konráðs Vals í 150 m skeiði staðfest

10.09.2024
Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarháleigu II

FEIF hefur staðfest heimsmet Konráðs Vals Sveinssonar og Kjarks frá Árbæjarhjáleigu II í 150m. skeiði á tímanum 13,46 sek. sem sett var á Íslandsmóti 2024 þann 27. júlí sl. Þeir félagar Konráð og Kjarkur hafa þá um leið bætt Íslandsmet sitt í greininni sem þeir settu á Reykjavíkurmóti fyrr í sumar. 

Gildandi heimsmet var 13,74 sek. en það settu Catherine Gratzl og Blökk frá Kambi árið 2011.

Konráð Valur og Kjarkur eru eitt sigursælasta skeiðpar sögunnar en þess má geta að þeir eiga einnig Íslandsmet í 250m skeiði, 21,15 sek., sem sett var á Landsmóti í Reykjavík 2018.

Stjórn Landssamband hestamannafélaga óskar Konráði Vali Sveinssyni innilega til hamingju með heimsmetið.