Breytingar á félagsaðild samþykktar á Landsþingi LH

16.12.2024

Á nýliðinu landsþingi Landssambands hestamanna voru ýmsar breytingar samþykktar. Verða þær útlistaðar í nokkrum fréttum félagsmönnum til glöggvunnar en hægt er að nálgast öll gögn landsþings hér á vefsíðunni og þinggerð landsþings í heild hér: Þinggerð Landsþings

Tvær þessara breytinga varða félagsaðild og eru þær annarsvegar sú að samþykkt var breyting á þátttöku- og keppendareglum, sem falla undir reglur um félagsaðild, þannig að einungis er heimilt að keppa fyrir eitt félag á hverju keppnisári á löglegum mótum en félagsskráning taki ekki til ólöglegra móta. Þessu fylgir rík ábyrgð á mótshaldara að skrá mót eða greinar á réttan hátt í Sportfeng.

Hinsvegar var samþykkt að keppendur í yngri flokkum keppi fyrir sitt félag í gæðingakeppni óháð félagsaðild hesteiganda. Þetta þýðir að hesteigandinn og knapinn þurfa ekki að vera í sama félagi eins og áður var.