Landsþing samþykkti viðbragðsáætlun fyrir mótahald

20.12.2024

Á landsþingi sem haldið var í október síðastliðnum var samþykkt viðbragðsáætlun fyrir mótahald Landssambands hestamannafélaga. Viðbragðsáætlunin tekur til hverskyns slysa eða óhappa sem gerast á meðan á móti stendur. Skipa þarf Öryggisfulltrúa á öllum mótum sem hefur yfirumsjón með atvikum sem upp kunna að koma og leiðbeinir um frekara viðbragð eftir alvarleika atviks.

Viðbragðsáætlunin kemur upp úr vinnu Öryggisnefndar.