Linda Björk Gunnlaugsdóttir er nýr formaður LH

26.10.2024

Þá er 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga lokið. Fyrir þinginu lágu 40 mál. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson. Þingið fór afskaplega vel fram og á Borgfirðingur hrós skilið fyrir skipulagningu og umgjörð.

Á þinginu var kosið til formanns og var það Linda Björk Gunnlaugsdóttir sem var rétt kjörinn formaður og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti. 

Í Aðalstjórn eru:

Þórhildur Katrín Stefánsdóttir (173 atkvæði)

Unnur Rún Sigurpálsdóttir(172 atkvæði)

Ólafur Gunnarsson (170 atkvæði)

Sóley Margeirsdóttir (163 atkvæði)

Ólafur Þórisson (157 atkvæði),

Sveinn Heiðar Jóhannesson (118 atkvæði)

 

Í varastjórn eru:

1. Varamaður: Sigurbjörn Eiríksson (151 atkvæði)

2. Varamaður: Reynir Atli Jónsson (148 atkvæði)

3. Varamaður: Ragnhildur Gísladóttir (146 atkvæði)

4. Varamaður: Hilmar Guðmannsson (141 atkvæði)

5. Varamaður: Jón Þorberg Steindórsson (95 atkvæði)

Við þökkum öllum þinggestum og starfsmönnum þingsins fyrir vel unnin störf og hlökkum til þingsins á Akureyri árið 2026.