Íslandsmót í hestaíþróttum

13.11.2024

Miklar breytingar á skipulagi og framkvæmd í farvatninu.

Íslandsmót barna- og unglinga, Íslandsmót ungmenna og fullorðinna ásamt Íslandsmóti í Gæðingalist.

Á ársþingi LH í októberlok voru nýjar reglugerðir um Íslandsmótin samþykktar og því eru hér með auglýst til umsóknar fyrir mótshaldara. Á þinginu var samþykkt að Íslandsmótunum skuli úthluta með þriggja ára fyrirvara.

Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi hefur þegar fengið Íslandsmóti ungmenna og fullorðinna árið 2025 úthlutað og mun mótið fara fram á Brávöllum á Selfossi dagana 26-29 júní.

Einnig var það samþykkt að keppni í gæðingakeppnisgreinum skuli vera með á Íslandsmóti barna- og unglinga og því verða krýndir Íslandsmeistarar í gæðingakeppni í þessum flokkum á mótinu. Þingið samþykkti einnig að sérstakt Íslandsmót í Gæðingalist skuli haldið á vordögum og Íslandsmeistarar krýndir í þeirri grein á sérstöku móti þegar innanhússmótatímabilið er í fullum gangi, eða fyrir 15 maí.

Áhugamannamót Íslands fékk rýmri ramma um flokkaskiptingar og reglur um þátttöku á mótum sem eru til þess fallnar að auka þátttöku á mótinu og gera mótshöldurum léttara fyrir við að halda glæsilegt áhugamannamót.

Mót sem auglýst eru til umsóknar eru því eftirfarandi mót (í tímaröð), og skulu umsóknir berast fyrir 15. Desember næstkomandi og verður mótunum úthlutað mótshöldurum í kjölfarið.

  • Íslandsmót í Gæðingalist 2025
  • Íslandsmót barna- og unglinga 2025
  • Áhugamannamót Íslands 2025
  • Íslandsmót barna- og unglinga 2026
  • Íslandsmót ungmenna- og fullorðinna 2026
  • Íslandsmót ungmenna og fullorðinna 2027
  • Íslandsmót barna og unglinga 2027

Frekari útlistun á reglugerðum þessara móta og framkvæmd þeirra verður sett fram í frétt á vef LH og öðrum miðlum ásamt ýmsum fróðleik um þær breytingar sem þingið í október samþykkti á næstu vikum.

Landssamband hestamannafélaga hvetur áhugasama mótshaldara Íslandsmóta næstu ára, Íslandsmóts í gæðingalist og Áhugamannamóts Íslands til þess að senda inn umsóknir á lh@lhhestar.is og taka þátt í því að gera þessum frábæru mótum hátt undir höfði. Frekari upplýsingar má nálgast á skrifstofu LH