Fyrsta parið í landsliðið

Viðar Ingólfsson hefur tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu fyrir HM í Berlín í sumar. Það gerði hann í fjórgangi á hestinum Hrannari frá Skyggni.

Viðar Ingólfsson hefur tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu fyrir HM í Berlín í sumar. Það gerði hann í fjórgangi á hestinum Hrannari frá Skyggni. Til hamingju með það Viðar!

Það var hins vegar Eyjólfur Þorsteinsson á Hlekk frá Þingnesi sem er efstur í fjórgangi Gullmótsins með nokkuð gott forskot, 7,90, á þá Viðar og Árna Björn sem eru jafnir í 2.-3. sæti með 7,23.

Úrslit í fjórgangi, opinn flokkur:

1. Eyjólfur Þorsteinsson og Hlekkur frá Þingnesi 7,90
2. Árni Björn Pálsson og Öfjörð frá Litlu-Reykjum 7,23
3. Viðar Ingólfsson og Hrannar frá Skyggni 7,23
4. Anna S. Valdemarsdóttir og Náttar frá Vorsabæjarhjáleigu 7,17
5. Viðar Ingólfsson Björk frá Enni 7,13
6. Karen Líndal Marteinsdóttir og Týr frá Þverá 7,10
7. Berglind Ragnarsdóttir og Frakkur frá Laugavöllum 7,07
8. Ólafur Ásgeirsson og Hugleikur frá Galtanesi 7,03
9. Anna Björk Ólafsdóttir og Reyr frá Melabergi 7,0
10. Hulda Gústafsdóttir og Ketill frá Kvistum 6,93
11. Saga Steinþórsdóttir og Myrkva frá Álfhólum 6,80
12-13. Sigurður V. Matthíasson og Svalur frá Litlu - Sandvík 6,77
12-13. Teitur Árnason og Grímur frá Vakurstöðum 6,77
14. Julia Lindmark og Lómur frá Langholti 6,73
15. Atli Guðmundsson og Straumur frá Sörlatungu 6,57
16-17. Anna Björk Ólafsdóttir og Mirra frá Stafholti 6,40
16-17. Sigurður V. Matthíasson og Keimur frá Kanastöðum 6,40
18. Óskar Örn Hróbjartsson og Ögri frá kKirkjuferjuhjáleigu 6,27
19. Sigurbjörn Bárðarson og Katrín frá Vogsósum 6,17
20. Vilfríður Sæþórsdóttir og Ósom frá Bakka 6,13
 
 
Samanlagður árangur í fjórgangi:
 
1. Viðar Ingólfsson og Hrannar frá Skyggni  7,00 - 7,23 = 7,115
2. Árni Björn Pálsson og Öfjörð frá Litlu-Reykjum 6,90 - 7,23 = 7,065
3. Viðar Ingólfsson og Björk frá Enni 6,97 - 7,13 = 7,05
4. Anna S. Valdemarsdóttir og Náttar frá Vorsabæjarhjáleigu 6,93 - 7,17 = 7,05
5. Karen Líndal Marteinsdóttir og Týr frá Þverá 6,97 - 7,10 = 7,035