Hestadagar í Reykjavík settir í gær

Jón Gnarr borgarstjóri setti hátíðina í gær/Gígja
Jón Gnarr borgarstjóri setti hátíðina í gær/Gígja
Veðurguðirnir léku svo sannarlega við gesti og gangandi í miðbæ Reykjavíkur í gær en setning Hestadaga fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áður hafði Jón Gnarr borgarstjóri farið heiðurshring í miðbænum í forláta hestvagni ásamt fríðu föruneyti.
Veðurguðirnir léku svo sannarlega við gesti og gangandi í miðbæ Reykjavíkur
í gær en setning Hestadaga fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áður hafði Jón
Gnarr borgarstjóri farið heiðurshring í miðbænum í forláta hestvagni ásamt
fríðu föruneyti. 

Framundan er skemmtileg dagskrá víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og íslenski
hesturinn verður að sjálfsögðu í aðalhlutverki á öllum stöðum.

Í dag munu hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu opna hesthús sín fyrir
áhugasömum en valin hús í hesthúsahverfunum (merkt með blöðrum) verða opin
milli klukkan 17:00 – 19:00. Þar verður teymt undir börnum, ilmandi kjötsúpa
á boðstólnum og kátir hestamenn sem taka glaðir á móti gestum.

Á morgun munu svo 150 hestar feta sem leið liggur niður Skólavörðustíginn og
þaðan niður í miðbæ. Fylkingin áætlar að vera á Skólavörðuholtinu um 13:00
og því tilvalið að leggja leið sína í miðbæinn um hádegisbil á morgun. 

Dagskrá laugardagsins fer einnig fram í Húsdýragarðinum en þar verður frítt
inn allan daginn og dagskrá laugardagsins endar svo á skautasvellinu í
Laugardal þar sem ístölt þeirra allra sterkustu fer fram.

Sívinsæla sýningin Æskan og hesturinn fer svo fram í reiðhöllinni í Víðidal
á sunnudeginum. 

Nánari dagskrá og tímasetningar má finna hér