HM - stemning og samheldni

Setningarathöfnin er alltaf hátíðleg. Mynd: GHP Eiðfaxa.
Setningarathöfnin er alltaf hátíðleg. Mynd: GHP Eiðfaxa.
Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum var formlega sett á St. Radegund í dag. Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum var formlega sett á St. Radegund í dag. Nokkuð heitt var í veðri svo Haraldi Þórarinssyni formanni Landssambands hestamannafélaga þótti nóg um þegar LHhestar náðu tali af honum í morgun. Hann var þó lukkulegur með sólina og vildi frekar að geislar hennar breiddu úr sér en að rigning færi að steypa sér niður.

Setningarathöfnin er jafnan hátíðleg stund á heimsmeistaramótum. Landsliðin ganga inn á mótssvæðið klædd sínum landsliðsbúningi og hlýða ásamt gestum á orð manna í fremstu röð Íslandshestamennskunnar, sem hvetja keppendur áfram og blása fólki eldmóð í brjóst að gera sitt besta fyrir sitt land og þjóð.

Íslenska liðið er mjög samheldinn hópur og allir hjálpa til við að vinna þau verkefni sem mönnum á mótsstað blasa við. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af stemningunni "bak við tjöldin."



Svanhvít Kristjánsdóttir glaðbeitt á svip.


Edda Rún og Siggi Matt hafa í nægu að snúast með pottormana þá Ragnar og Matthías.


Búið að sköpulagsdæma Gjöf frá Magnússkógum.


Þeir kunna sko alveg á hjólbörur þessir! Sæææææll, nóg til af malti og appelsíni.


Fyrir þjóðakvöldið: Flatbrauðið smurt eins og enginn væri morgundagurinn.


Ja wie geht's, Beggi og Eysteinn vel birgðir af eðaldrykkjum frá Íslandi.


Jens Iversen og Gunnar Sturluson taka létt "FEIF" spjall milli atriða.


Veiiiii, áfram Ísland!


Eyjólfur snarbrattur eftir forkeppnina í slaktaumatöltinu.


Íslenska klappliðið á HM hvetur sitt fólk til dáða.