Lokamót Meistaradeildarinnar

Í kvöld í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, fer fram Lokamót Meistaradeildarinnar þar sem keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Mótið hefst kl 19:00 á slaktaumatölti og að því loknu verður keppt í skeiði í gegnum höllina. Í kvöld í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, fer fram Lokamót Meistaradeildarinnar þar sem keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Mótið hefst kl 19:00 á slaktaumatölti og að því loknu verður keppt í skeiði í gegnum höllina.

Forsala aðgöngumiða er í fullum gangi í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi og er aðgangseyrir krónur 1.500,-

Á heimasíðu deildarinnar undir liðin fer fram netkosning þar sem áhangendur deildarinnar geta valið sitt uppáhalds lið og knapa. Valið á liðinu/knapanum fer þannig fram að netkosningin hefur 50% vægi, dómarar 25% vægi og stjórn deildarinnar 25% vægi.

Eins og áður verður bein útsending á heimasíðu deildarinnar http://www.meistaradeild.is/.

Þetta er í fimmta sinn sem keppt er í Slaktaumatölti í deildinni og eru einungis tveir knapar sem hafa sigrað þessa grein og er annar þeirra enn í deildinni en það er Viðar Ingólfsson, Hrímnir, sem hefur sigrað í 3 skipti af 4 sem keppt hefur verið í greininni. En hann sigraði í öll skiptin á gæðingnum Tuma frá Stóra-Hofi.

Slaktaumatölt
Rásröð Nafn Lið Hestur
1 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter / Ármót Hrafndynur frá Hákoti
2 Sigurður Vignir Matthíasson Málning / Ganghestar Þrá frá Tungu
3 John Kristinn Sigurjónsson Málning / Ganghestar Kraftur frá Strönd II
4 Sveinn Ragnarsson Árbakki / Norður-Götur Ögri frá Baldurshaga
5 Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót Alur frá Lundum
6 Vignir Siggeirsson Hrímnir Dýrð frá Hafnarfirði
7 Anna Valdimarsdóttir Málning / Ganghestar Adam frá Vorsabæjarhjáleigu
8 Olil Amble Lýsi Kjarkur frá Ingólfshvoli
9 Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur Glymur frá Flekkudal
10 Viðar Ingólfsson Hrímnir Aspar frá Fróni
11 Sigurður Sigurðarson Lýsi Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1
12 Sigurbjörn Bárðarson Lýsi Jarl frá Mið-Fossum
13 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Stund frá Auðsholtshjáleigu
14 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur Sveigur frá Varmadal
15 Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Grýta frá Garðabæ
16 Elvar Þormarsson Spónn.is Njála frá Velli
17 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrímnir Kamban frá Húsavík
18 Henna Johanna Sirén Spónn.is Bjarkar frá Blesastöðum 1A
19 Hekla Katharína Kristinsdóttir Auðsholtshjáleiga Vígar frá Skarði
20 Sigursteinn Sumarliðason Spónn.is Arnar frá Blesastöðum 2A
21 Bergur Jónsson Top Reiter / Ármót Valsi frá Skarði


Fljúgandi skeið
Rásröð Nafn Lið Hestur
1 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Lilja frá Dalbæ
2 Bergur Jónsson Top Reiter / Ármót Hörður frá Reykjavík
3 Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Ársól frá Bakkakoti
4 Sveinn Ragnarsson Árbakki / Norður-Götur Storð frá Ytra-Dalsgerði
5 Elvar Þormarsson Spónn.is Muska frá Syðri-Hofdölum
6 Sigurður Óli Kristinsson Lýsi Þruma frá Norður-Hvoli
7 Henna Johanna Sirén Spónn.is Guðfinna frá Kirkjubæ
8 Sigurður Vignir Matthíasson Málning / Ganghestar Zelda frá Sörlatungu
9 Vignir Siggeirsson Hrímnir Þröstur frá Hvammi
10 Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur Everest frá Borgarnesi
11 Teitur Árnason Árbakki / Norður-Götur Veigar frá Varmalæk
12 Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót Funi frá Hofi
13 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter / Ármót Gjálp frá Ytra-Dalsgerði
14 Valdimar Bergstað Málning / Ganghestar Glaumur frá Torfufelli
15 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrímnir Birtingur frá Bólstað
16 Viðar Ingólfsson Hrímnir Segull frá Mið-Fossum 2
17 Sigurbjörn Bárðarson Lýsi Flosi frá Keldudal
18 John Kristinn Sigurjónsson Málning / Ganghestar Isabel frá Forsæti
19 Edda Rún Ragnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Birtingur frá Selá
20 Sigurður Sigurðarson Lýsi Freyðir frá Hafsteinsstöðum
21 Sigursteinn Sumarliðason Spónn.is Gjafar frá Þingeyrum