Uppsveitadeild æskunnar

Uppsveitadeild æskunnar verður haldin núna í fyrsta skipti í reiðhöllinni að Flúðum. Uppsveitadeild æskunnar verður haldin núna í fyrsta skipti í reiðhöllinni að Flúðum.

Það eru hestamannafélögin Logi, Smári og Trausti sem standa fyrir þessari keppni. Keppnin mun fara fram kl.14:00 hvern laugardag á eftir Uppsveitadeild fullorðinna. Það er von okkar að þetta  verði  bæði hvetjandi og lærdómsrík keppni fyrir börn og unglinga en einnig skemmtileg áskorun.  Framkvæmd mótanna er í höndum æskulýðsnefnda félaganna og stjórnar Uppsveitadeildarinnar.
Mótaröðin er hvort tveggja liða- og einstaklingskeppni. Liðin eru að þessu sinni tvö, lið Loga og lið Smára.
Dagskrá mótaraðarinnar er sem hér segir;

12. febrúar:  Smali- í barna- og unglingaflokki
5. mars:  Fjórgangur-  í barna- og unglingaflokki
2. apríl: Þrígangur í barnaflokki / fimmgangur í unglingaflokki
30. apríl: Tölt í barna- og unglingaflokki/skeið í unglingaflokki

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðum Loga og Smára: http://hestamannafelagidlogi.bloggar.is/  og http://www.smari.is/