Bestu stóðhestarnir verða áfram hér heima

01.12.2008
„Ég held að við þurfum ekkert að óttast. Það er mjög sjaldgæft að óumdeildir kynbótahestar séu seldir úr landi,“ segir Hinrik Bragason, hrossaútflytjandi, knapi og ræktunarmaður. Töluverður skjálfti hefur gripið um sig meðal hestamanna vegna aukinnar sölu á stóðhestum til útlendinga.„Ég held að við þurfum ekkert að óttast. Það er mjög sjaldgæft að óumdeildir kynbótahestar séu seldir úr landi,“ segir Hinrik Bragason, hrossaútflytjandi, knapi og ræktunarmaður. Töluverður skjálfti hefur gripið um sig meðal hestamanna vegna aukinnar sölu á stóðhestum til útlendinga.„Ég held að við þurfum ekkert að óttast. Það er mjög sjaldgæft að óumdeildir kynbótahestar séu seldir úr landi,“ segir Hinrik Bragason, hrossaútflytjandi, knapi og ræktunarmaður. Töluverður skjálfti hefur gripið um sig meðal hestamanna vegna aukinnar sölu á stóðhestum til útlendinga.

„Það eru margir fyrstu verðlauna stóðhestar til í landinu. Sumir fá mikla notkun og aðrir ekki. Það er betra að selja stóðhest til útlanda en láta hann standa lítið notaðan hér heima,“ segir Hinrik, „Við megum heldur ekki gleyma því að við erum búin að selja fólki ógrynnin öll af hryssum út um allan heim. Það er einfaldlega skylda okkar að sjá þeim fyrir góðum stóðhestum. Það er svo mikið til af frambærilegum hestum hér heima að við höfum alveg efni á því að selja nokkra þeirra.

Stóðhestasala er heldur ekkert ný af nálinni. Við höfum verið að selja fyrstu verðlauna hesta út í töluverðu magni í allmörg ár. Þó sennilega ekki eins marga og við hefðum viljað selja. Hagstætt gengi auðveldar mönnum nú að fá verð fyrir stóðhesta sem þeir fengu ekki áður og þá kemur eðlilega kippur í söluna.“

Á myndinni er Hinrik á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti.