Daníel Jónsson keppir í Meistaradeild

09.12.2008
Daníel Jónsson, knapi og tamningamaður í Pulu, mun keppa í Meistaradeild VÍS í vetur. Hann verður liðstjóri liðs TopReiter. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem knapa er boðin þátttaka án þess að hann hafi tekið þátt í úrtöku.Daníel Jónsson, knapi og tamningamaður í Pulu, mun keppa í Meistaradeild VÍS í vetur. Hann verður liðstjóri liðs TopReiter. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem knapa er boðin þátttaka án þess að hann hafi tekið þátt í úrtöku.

Daníel Jónsson, knapi og tamningamaður í Pulu, mun keppa í Meistaradeild VÍS í vetur. Hann verður liðstjóri liðs TopReiter. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem knapa er boðin þátttaka án þess að hann hafi tekið þátt í úrtöku.

Á vef Hestafrétta er valið á Daníel Jónssyni gagnrýnt harðlega og líkum leitt að því að peningasjónarmið ráði ferðinni. Hrefna María Ómarsdóttir hafi átt rétt á næsta lausa sæti í deildinni. Hrefna var í níunda sæti í úrtökunni í haust. Þorvaldur Árni Þorvaldsson tilkynnti fyrir skömmu að hann tæki ekki þátt í deildinni í vetur og þar með losnaði sæti.

Örn Karlsson, forstöðumaður Meistaradeildarinnar, segir að deildin sé ekki bundin af því að leita í raðir knapa sem tóku þátt í úrtökunni þótt knapi tilkynni forföll. Ekki hafi verið lofað að fleiri en átta knapar í úrtöku næðu keppnisrétti. Hann segir það úr lausu lofti gripið að peningar ráði ferðinni í valinu á Daníel. Liðin hafi þó um það að segja hvaða knapa þau velji í sitt lið og þau séu, eins og áður sagði, ekki bundin af að velja knapa sem ekki náðu inn í átta efstu í úrtöku. Úrtakan sé fyrst og fremst hugsuð sem tækifæri fyrir knapa til að sanna sig. Örn segir að sátt sé um valið, bæði hjá stjórn og liðum.

Hvað sem því líður þá mun Daníel án efa setja svip á Meistaradeildina. Hann er litríkur og skemmilegur keppnismaður. Daníel er þó ekki þekktur fyrir að keppa í íþróttakeppni, nema þá tölti á Landsmótum. Sérsvið hans eru kynbótahrossin og gæðingakeppnin. Hann hefur hins vegar sýnt að hann getur allt þegar hestar eru annars vegar. Hann hefur úr ýmsu að spila í þeim efnum og má nefna stóðhestana og gæðingana Illing frá Tóftum og Tón frá Ólafsbergi.

Á myndinni er Daníel á Tóni frá Ólafsbergi.