Ekki hætt við reiðhöll

01.12.2008
Við erum ekki hætt við að byggja reiðhöll, síður en svo. Það hafa hins vegar orðið miklar tafir á verkinu og þolinmæði okkar var einfaldlega þrotin,“ segir Guðjón Magnússon, formaður Harðar í Mosfellsbæ. Félagið sleit nýlega verksamningi við GT bygg og stál, og leitar nú nýrra tilboða í reiðhöll.Við erum ekki hætt við að byggja reiðhöll, síður en svo. Það hafa hins vegar orðið miklar tafir á verkinu og þolinmæði okkar var einfaldlega þrotin,“ segir Guðjón Magnússon, formaður Harðar í Mosfellsbæ. Félagið sleit nýlega verksamningi við GT bygg og stál, og leitar nú nýrra tilboða í reiðhöll. Við erum ekki hætt við að byggja reiðhöll, síður en svo. Það hafa hins vegar orðið miklar tafir á verkinu og þolinmæði okkar var einfaldlega þrotin,“ segir Guðjón Magnússon, formaður Harðar í Mosfellsbæ. Félagið sleit nýlega verksamningi við GT bygg og stál, og leitar nú nýrra tilboða í reiðhöll.

„GT bygg og stál átti læsta tilboð í reiðhöllina á sínum tíma, 80 milljónir. Næst lægsta tilboðið var 100 milljónir. Við áttum að fá lyklana afhenta í desember, fyrir ári síðan. Staðan er hins vegar sú að aðeins sökklarnir eru tilbúnir,“ segir Guðjón.

„Upphafleg fjárhagsáætlun hljóðaði upp á 140 milljónir. Við fengum úthlutað 25 milljónum úr reiðhallarsjóði landbúnaðarráðuneytisins og Mosfellsbær veitti 90 milljónum í verkið með þeim skilyrðum að Hörður sæi að öðru leyti um fjármögnun. Sú upphæð greiðist út á sex árum og er vísitölutryggð.

Ljósi punkturinn við þessar tafir sem orðið hafa á framkvæmdinni er að við tókum ekki erlent lán til að brúa bilið til að standa í skilum við verktakann. Við værum ekki í góðum málum ef við hefðum gert það. Í staðinn eigum við grunninn skuldlausan og höfum að mestu lokið við að fjármagna reiðhöllina. Við erum núna að leita eftir tilboðum í bygginguna. Það hefur orðið umsnúningur í þeim málum. Allt bendir til að það sé hagstæðara að versla við aðila sem eru með íslenska framleiðslu,“ segir Guðjón Magnússon.

Á myndinni er fánaberi Harðar á LM2008, María Gyða Pétursdóttir.