Félagar heiðraðir

22.10.2010
Landssamband hestamannafélaga heiðrar reglulega félaga sína fyrir góð störf í þágu hestamennskunnar. Að þessu sinni voru eftirtaldir aðilar heiðraðir og var það Haraldur Þórarinsson sem veitti þeim gullmerki LH: Landssamband hestamannafélaga heiðrar reglulega félaga sína fyrir góð störf í þágu hestamennskunnar. Að þessu sinni voru eftirtaldir aðilar heiðraðir og var það Haraldur Þórarinsson sem veitti þeim gullmerki LH: Pétur Behrens, Sigurður Hallmarsson, Anna Jóhannesdóttir, Einar Höskuldsson, Jón Ólafur Sigfússon og Friðbjörg Vilhjálmsdóttir. Landssamband hestamannafélaga óskar þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna og þakkar þeim fyrir þeirra framlag.