Framboð til stjórnar LH 2024-2026

11.10.2024

Kjörnefnd birtir lista yfir þá sem gefa kost á sér til stjórnarsetu LH næstu tvö árin. Framboðsfrestur var til fimmtudags 10. október sl.

Stjórn LH fer með æðsta vald í málefnum sambandsins milli þinga. Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil er til tveggja ára.

Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga 2024-2026

Framboð til formanns

  • Fjóla S. Kristinsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni
  • Guðni Halldórsson, Hestamannafélaginu Herði
  • Linda B. Gunnlaugsdóttir, Hestamannafélaginu Spretti

Framboð til aðalstjórnar:

  • Hákon Hákonarson, Hestamannafélaginu Herði
  • Jón Þorberg Steindórsson, Hestamannafélaginu Geysi
  • Ólafur Gunnarsson, Hestamannafélaginu Jökli
  • Ólafur Þórisson, Hestamannafélaginu Geysi
  • Sóley Margeirsdóttir, Hestamannafélaginu Geysi
  • Sveinn Heiðar Jóhannesson, Hestamannafélaginu Sörla
  • Valdimar Ólafsson, Hestamannafélaginu Dreyra
  • Unnur Rún Sigurpálsdóttir, Hestamannafélaginu Skagfirðingi
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, Hestamannafélaginu Hornfirðingi

Framboð til varastjórnar:

  • Reynir Atli Jónsson, Hestamannafélaginu Freyfaxa
  • Sigurbjörn Eiríksson, Hestamannafélaginu Spretti

Skv. gr. 4.6 í lögum LH er kjörnefnd heimilt að samþykkja framboð sem koma fram eftir að framboðsfresti lýkur, enda hafi ekki komið fram nægur fjöldi frambjóðenda. Nú háttar svo til að ekki hafa jafn margir boðið sig fram í varastjórn og kjósa skal og er því opið fyrir framboð í varastjórn og skulu þau berast til formanns kjörnefndar á netfangið vodlarhestar@gmail.com.