Guðbjörg Þorvaldsdóttir heiðruð af ÍBR

07.01.2011
Guðbjörg Þorvaldsdóttir hlaut á gamlársdag heiðursverðlaun Íþróttabandalags Reykjanesbæjar 2010. Guðbjörg hefur verið mjög virkur félagi síðan hún gekk í hestamannafélagið Mána árið 1977 eða fyrir 33 árum. Guðbjörg Þorvaldsdóttir hlaut á gamlársdag heiðursverðlaun Íþróttabandalags Reykjanesbæjar 2010. Guðbjörg hefur verið mjög virkur félagi síðan hún gekk í hestamannafélagið Mána árið 1977 eða fyrir 33 árum. Hún hefur setið í stjórn Mána, mótanefnd Mána, sá um reiðskólann Mána til margara ára og rak hann með miklum myndarbrag. Margir af núverandi iðkendum Mána kynntust einmitt hestamennskunni á námskeiðum hjá Guðbjörgu. Guðbjörg varð fljótlega beitarstjóri og sá um hana í fjölda ára. Þess má geta að Máni fékk landgræðsluverðlaun Landgræðslunnar árið 1996 og á Guðbjörg stóran þátt í þeim árangri. Hún var t.d í mótanefnd Mána til margra ára og vann þar mikið starf. Einnig hefur hún setið í stjórn Mána. Guðbjörg tók við sem beitarstjóri hjá Mána uppúr 1980 og sá um beitina 12 -13 ár og stjórnaði uppbyggingu hennar af miklum krafti. Þess má geta að einnig var Guðbjörg umsjónarmaður Reiðskóla Mána í fjölda ára og margir kynnast einmitt hestamennskunni í gegnum Reiðskóla Mána og láta heillast af þessari skemmtilegu íþrótt. Guðbjörg er keppniskona mikil og rak á árum áður mikla kappreiðahestaútgerð ásamt fjölskyldu sinni og náðu þau miklum árangri á þeim vettvangi. Guðbjörg og fjölskylda létu einnig til sín taka í öðrum greinum hestaíþrótta og enn er Guðbjörg að því að barnabörn hennar keppa af krafti í hinu ýmsu greinum hestaíþrótta og fylgist hún vel með á þeim vettvangi og styður þau af alefli. Hestamennska er fjölskylduíþrótt og ekki síst þess vegna er Guðbjörg Þorvaldsdóttir frábær fulltrúi fyrir hestaíþróttina. Hún og hennar fjölskylda hefur verið meira og minna saman í þessari íþrótt síðan þau gengu í Mána og sjálfboðavinna fyrir hestamannfélagið Mána sjálfsagður hluti af lífstíl fjölskyldunnar. Án fólks eins og Guðbjargar væri ekki hægt að reka neitt íþróttafélag, segir í umsögn Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.