Hesturinn í góðum haga

10.03.2013
Hesturinn í góðum haga ...er hugsað vel um þitt hross, er haginn í lagi...

Hesturinn í góðum haga ...er hugsað vel um þitt hross, er haginn í lagi...

Námskeiðið er haldið í samstarfi Endurmenntunar LbhÍ, Landssamband hestamannafélaga og Landgræðslu ríkisins.

Námskeiðið er einkum ætlað hestamönnum, eigendum beitarlands og starfsmönnum sveitarfélaga sem sinna landnýtingarmálum.

Á námskeiðinu fjallar Bjarni Maronsson, Landgræðslu ríkisins, um áhrif hrossabeitar á gróður og jarðveg og mismunandi beitarskipulag fyrir hross.
Einnig verða kynntar aðferðir til að meta beitarástand lands, landlæsi og
fjallað um leiðir til úrbóta vegna hrossabeitar.

Staður: Félagsheimili hestamannafélagsins Fáks í Víðidal, Reykjavík.

Stund: þri. 19. mars kl. 19:45-22:30. Skráningarfrestur miðast við 14. mars.

Verð: 3500 kr (fræðsla, gögn og molasopi).

Skráning og greiðsla þátttökugjalds fer fram um heimasíðuna <http://www.lbhi.is/namskeid> www.lbhi.is/namskeid

Þar má einnig finna yfirlit námskeiða á vegum Endurmenntunar LbhÍ.