Íslenskur mór gæti verið svarið við hækkandi verði á tréspæni

13.11.2008
„Spónakostnaður hjá okkur á ári liggur á bilinu þrjár til fjórar milljónir króna miðað við heils árs rekstur,“ segir Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Landssveit. Sigurður veltir því nú fyrir sér hvort þurrkun á íslenskum mó í undirburð sé raunhæfur kostur.„Spónakostnaður hjá okkur á ári liggur á bilinu þrjár til fjórar milljónir króna miðað við heils árs rekstur,“ segir Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Landssveit. Sigurður veltir því nú fyrir sér hvort þurrkun á íslenskum mó í undirburð sé raunhæfur kostur.„Spónakostnaður hjá okkur á ári liggur á bilinu þrjár til fjórar milljónir króna miðað við heils árs rekstur,“ segir Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Landssveit. Sigurður veltir því nú fyrir sér hvort þurrkun á íslenskum mó í undirburð sé raunhæfur kostur.

„Við erum nýlega búinn að fá gám sem kostaði um þrettán hundruð þúsund kominn heim á hlað. Hann var á gamla verðinu! Við þurfum hátt í þrjá svoleiðis á ári,“ segir Sigurður og bætir við að það sé miðað við að hross séu meira og minna á húsi alla daga ársins.

„Maður veltir náttúrulega fyrir sér öðrum möguleikum í þessari stöðu. Við erum núna að ræsa fram mýrar og það kemur í ljós að sums staðar er nokkurra metra þykkt lag af mó. Þurrkaður mór er mjög algengur sem undirburður fyrir hross á Norðurlöndunum. Hann er mjög góður þar sem hross eru í stórum stíum og útmoksturinn er eftirsóttur sem áburður. Í Finnlandi er slegist um að fá útmokstur úr hesthúsum þar sem mór er notaður, á meðan greiða þarf sérstakt urðunargjald fyrir spónatað,“ segir Sigurður.

„Það eru örugglega býsna mörg tonn af mó sem liggja í skurðruðningum víða um landið, engum til gagns og til lítillar prýði. Maður veltir fyrir sér hvort ekki sé hreinlega orðið tímabært að skoða möguleika á að nýta hann. Það gæti hugsanlega verið búbót fyrir marga bændur að þurrka mó og selja sem undirburð undir hross.“

Þess má geta að Jóhann Friðgeirsson, áður hrossabóndi á Hofi á Höfðaströnd, flutti inn mó frá Svíþjóð á sínum tíma og notaði í undirburð undir hross.