Jóhann og Theódóra í Neðra-Sel

08.12.2008
Jóhann K Ragnarsson og Theódóra Þorvaldsdóttir hafa tekið Neðra-Sel í Holta- og Landssveit á leigu og munu opna þar tamningastöð strax eftir áramót. Þau höfðu áður starfað á hrossaræktarbúinu Feti í rúmt ár.Jóhann K Ragnarsson og Theódóra Þorvaldsdóttir hafa tekið Neðra-Sel í Holta- og Landssveit á leigu og munu opna þar tamningastöð strax eftir áramót. Þau höfðu áður starfað á hrossaræktarbúinu Feti í rúmt ár.

Jóhann K Ragnarsson og Theódóra Þorvaldsdóttir hafa tekið Neðra-Sel í Holta- og Landssveit á leigu og munu opna þar tamningastöð strax eftir áramót. Þau höfðu áður starfað á hrossaræktarbúinu Feti í rúmt ár. Jóhann og Theódóra eru bæði menntaðir tamningamenn frá Hólaskóla og hafa getið sér gott orð í tamningamannastétt.

„Það eru frábærar útreiðaleiðir í Neðra-Seli eins og margir þekkja. Aðstaðan er líka prýðileg, gott hesthús og lítil reiðhöll. Hesthúsið tekur um 40 hross. Beggi á Minni-Völlum [Jón Þorberg Steindórsson) verður líklega með tíu pláss á leigu og síðan verðum við með verknámsnema frá Hólaskóla. Veturinn leggst vel í okkur. Það er ennþá eftirspurn eftir tamningu,“ segir Jóhann K Ragnarsson.

Á myndinni situr Jóhann hryssuna Grétu frá Feti.