Jón Ó Guðmundsson íþróttamaður Andvara

09.12.2008
Jón Ó Guðmundsson var kjörinn íþróttamaður Andvara 2008 á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón vinnur titilinn. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur þegar til þess er tekið að Jón er áhugamaður í hestamennsku.Jón Ó Guðmundsson var kjörinn íþróttamaður Andvara 2008 á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón vinnur titilinn. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur þegar til þess er tekið að Jón er áhugamaður í hestamennsku. Jón Ó Guðmundsson var kjörinn íþróttamaður Andvara 2008 á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón vinnur titilinn. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur þegar til þess er tekið að Jón er áhugamaður í hestamennsku.

Já, það er rétt, ég er áhugamaður. Er einmitt í vinnunni núna,“ sagði Jón þegar LH Hestar slógu á þráðinn til hans. Hann á og rekur veitingahúsið Kænuna í Hafnarfirði og starfar þar sem matreiðslumaður. En það eru þó hestarnir sem eiga hug hans allan.

Jón keppti á allmörgum mótum á liðnu keppnistímabili, meðal annars í Meistaradeild VÍS. Besti árangur hans er þó án efa Íslandsmeistaratitill í tölti í fyrsta flokki. Hann var líka samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum á Glitnismóti Dreyra á Akranesi, svo eitthvað sé nefnt.

Helstu keppnishestar hans á árinu voru Erpir frá Miðfossum, Íslandsmeistari í tölti, Seiður frá Flugumýri, fimmgangur og gæðingaskeið, og Hrefna frá Dallandi, fjórgangur og tölt.

„Ég keypti Erpi fyrir félaga minn síðastliðið vor, sem reiðhest fyrir konuna hans. Konan mín, Erla Guðný Gylfadóttir, þjálfaði hestinn í sumar. Ég fékk hann bara lánaðann hjá henni á Íslandsmótinu vegna þess að Hrefna forfallaðist. Erla Guðný verður með hann aftur í vetur þar sem eigandinn er barnshafandi. Þetta er mjög góður hestur, undan Orion frá Litla-Bergi.“

Ætlar þú að taka þátt í Meistaradeildinni aftur í vetur?

„Nei, ég held ekki. Þetta er rosalega gaman, en líka mjög tímafrekt. Þetta tekur alla manns athygli alla daga vikunnar á meðan deildin stendur yfir. Ég á konu og tvö börn, fyrirtæki, og með fullt hús af nýjum og efnilegum trippum. Þannig að ég held ég sleppi því. En við Erla Guðný verðum örugglega með í keppni á næsta ári. Þetta er aðaláhugamál okkar beggja,“ segir Jón.


Á myndinni situr Jón Erpi frá Miðfossum.