Mögnuð stóðhestavelta á „Þeir allra sterkustu“

11.04.2019

Enn bætast stór nöfn í pottinn í stóðhestaveltu landsliðsnefndar LH til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Sala á umslögum í stóðhestaveltunni fer fram á „Þeir allra sterkustu“. Forsala aðgöngumiða er í Líflandi í Reykjavík og Borgarnesi og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. 

Næstu tíu hestar sem við kynnum í stóðhestaveltuna eru:

Organisti frá Horni, tollinn gefur Ómar Antonson og Ómar Ingi Ómarsson
Spaði frá Barkarstöðum, tollinn gefur Petra Björk Mogensen og Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Eldur frá Torfunesi, tollinn gefur Anna Fjóla Gísladóttir, Karyn B MC Farland, Gísli Baldvin Björnsson
Skaginn frá Skipaskaga, tollinn gefur Skipaskagi ehf.
Jökull frá Breiðholti, tollinn gefur Kári Stefánsson
Ljúfur frá Torfunesi, tollinn gefur Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Sær frá Bakkakoti, tollinn gefur Sær sf.
Þráinn frá Flagbjarnarholti, tollinn gefur Jaap Groven
Kolskeggur frá Kjarnholtum, tollinn gefur Magnús Einarsson
Sólon frá Skáney, tollinn gefur Haukur Bjarnason og Margrét Birna Hauksdóttir

LH þakkar gefendum stuðninginn.