Myndir frá Landsþingi LH

22.10.2010
Hér má sjá nokkrar myndir af Landsþingi frá því í dag. Rétt í þessu eru flestar nefndir að ljúka nefndarstörfum og næst á dagskrá er reiðsýning í TopReiter höllinni í boði Léttismanna. Hér má sjá nokkrar myndir af Landsþingi frá því í dag. Rétt í þessu eru flestar nefndir að ljúka nefndarstörfum og næst á dagskrá er reiðsýning í TopReiter höllinni í boði Léttismanna.
Núverandi stjórn LH heldur sinn síðasta stjórnarfund en á morgun, laugardag, verður gengið til kosninga á nýrri stjórn LH.


Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður nefndar um Stefnumótun Landsmóts og Haraldur Örn Gunnarsson starfsmaður LH leggja lokahönd á vinnu sína.


Guðlaugur Antonsson hrossaræktaráðunautur og Sigrún Ólafsdóttir FT eru áheyrnarfulltrúar á þinginu.


2 af 26 þingfulltrúum Fáks, þeir Jón Finnur Hansson og Þorvarður Helgason.


Eiðfaxamenn mættir á Landsþing, Ólafur Hafsteinn Einarsson og Trausti Þór Guðmundsson.


Sigurður Ragnarsson er formaður Keppnisnefndar á Landsþingi LH.


Kristinn Hugason er formaður Kynbótanefndar LH og Guðlaugur Antonsson er honum innan handar sem ritari nefndarinnar.


Vilhjálmur Ólafsson er formaður Ferða- og Samgöngunefndar og honum innan handar er Halldór H. Halldórsson.