Námskeið LbhÍ: Undirbúningur vetrarþjálfunar

30.11.1999
Frá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands Þar sem mikil aðsókn er á námskeiðið Undirbúningur vetrarþjálfunar hefur verið sett á nýtt námskeið helgina 24.-26. október næstkomandi. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 21. október. Frá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands Þar sem mikil aðsókn er á námskeiðið Undirbúningur vetrarþjálfunar hefur verið sett á nýtt námskeið helgina 24.-26. október næstkomandi. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 21. október.

Frá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Þar sem mikil aðsókn er á námskeiðið Undirbúningur vetrarþjálfunar hefur verið sett á nýtt námskeið helgina 24.-26. október næstkomandi. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 21. október.

Undirbúningur vetrarþjálfunar

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel fyrir komandi þjálfunartímabil. Farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga í byrjun vetrar, atriði sem snúa bæði að hesti og knapa. Farið verður í vinnuaðferðir, s.s. vinnu við hendi semmikilvægt er að tileinka sér og er grunnur að frekari útfærslu í reið. Nú er rétti tíminn til að vinna í því sem krefst nákvæmni og þolinmæði; leiðrétta taumsamband og höfuðburð, lengja og teygja á yfirlínu og styrkja bak. Farið verður í grunnatriði Alexsandertækni sem nýtist, m.a.til að leiðrétta ásetu og líkamsburði knapans. Nemendur koma með eigin hest og fá að lokum greiningu á því sem þarf að bæta og leggja áherslu á í vetur.

Helstu atriði eru:

§Taumsamband og höfuðburður

§Mýkjandi æfingar

§Styrking yfirlínu

§Fimiæfingar til að bæta jafnvægi

§Opinn sniðgangur

§Áseta og taumhald

Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari.

Hámarksfjöldi: 10 manns

Tími: Helgarnámskeið - fös. 24. okt.Kl 15:00-19:00, laug 25. okt. Kl 09:00-17:00, sun 26. okt. Kl 09:00-16:00 (22 kennslust.).

Staður: Hestamiðstöð LbhÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði

Verð: 36.000 kr. (innifalin er kennsla, gögn, veitingar á meðan námskeiði stendur, pláss fyrir hest og fóður yfir helgina, ásamt afnot að reiðhöll).

Skráningar:endurmenntun@lbhi.is eða í síma 843 5302 / 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is.

Hafið samband!

Minni einnig á sýnikennslu varðandi sérhæfðar járningar sem verður 22. nóvember næstkomandi!