Opnir stjórnarfundir Glæsis á Siglufirði

12.12.2008
Stjórn Glæsis á Siglufirði sammþykkti á dögunum að stjórnarfundir verði framvegis opnir öllum félagsmönnum með málfrelsi og tillögurétt. Allir félagsmenn sem vilja koma einhverju á framfæri við stjórn geta nú gert það beint og milliliðalaust.Stjórn Glæsis á Siglufirði sammþykkti á dögunum að stjórnarfundir verði framvegis opnir öllum félagsmönnum með málfrelsi og tillögurétt. Allir félagsmenn sem vilja koma einhverju á framfæri við stjórn geta nú gert það beint og milliliðalaust.

Stjórn Glæsis á Siglufirði sammþykkti á dögunum að stjórnarfundir verði framvegis opnir öllum félagsmönnum með málfrelsi og tillögurétt. Allir félagsmenn sem vilja koma einhverju á framfæri við stjórn geta nú gert það beint og milliliðalaust.

Unnar Már Pétursson, formaður Glæsis, segir að einn stjórnarfundur hafi verið haldinn eftir að þessi samþykkt var gerð. Enginn félagsmaður hafi mætt.
„Það voru vissulega dálítil vonbrigði, en vonandi rætist úr því þegar fólk hefur áttað sig betur á að þessi möguleiki sé í boði. Okkar von er að þetta stuðli að virkara og betra félagsstarfi.“

Unnar Már segir að það þurfi að hafa fyrir því að halda upp góðum félagsanda og virkri þátttöku. Það gerist ekki af sjálfu sér.
„Við höfum haldið svokallaða “hestadaga” í nokkur ár í samstarfi við Svaða á Hofsósi og Gnýfara á Ólafsfirði. Þeir voru haldnir hér á Siglufirði síðastliðið sumar. Við komum 127 manns á hestbak, sem er nokkuð gott í 100 manna félagi. Þetta eru skemmtilegar uppákomur þar sem við leikum okkar saman með hestunum okkar.“

Því má bæta við að þessa dagana er verið að byggja við reiðskemmu félagsins, sem bætir til muna aðstöðu til tamninga og kennslu á svæðinu.

Myndin er af ungu hestafólki í Glæsi.