Sigurbjörn engum líkur!

08.11.2010
Sigurbjörn Bárðarson knapi ársins, íþróttaknapi ársins og skeiðknapi ársins 2010.
Sigurbjörn Bárðarson er engum líkur en hann kom, sá og sigraði á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var hátíðlega á Broadway síðastliðin laugardag, 6.nóv. Sigurbjörn var útnefndur íþróttaknapi ársins, skeiðknapi ársins og að lokum sem knapi ársins en aldrei áður hefur sami knapi hlotið jafnmörg verðlaun á Uppskeruhátíð og nú. Sigurbjörn Bárðarson er engum líkur en hann kom, sá og sigraði á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var hátíðlega á Broadway síðastliðin laugardag, 6.nóv. Sigurbjörn var útnefndur íþróttaknapi ársins, skeiðknapi ársins og að lokum sem knapi ársins en aldrei áður hefur sami knapi hlotið jafnmörg verðlaun á Uppskeruhátíð og nú. Sigurbjörn fór mikinn á keppnisvellinum á árinu og sópaði að sér verðlaunum á þeim mótum sem haldin voru á þessu sérstæða keppnistímabili. Sigurbjörn sigraði Meistaradeild VÍS í vor, var þrefaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum, sigraði A-flokk Meistaramóts Andvara fimmta árið í röð og betrumbætti eigið met í 150m skeiði tekið á rafrænum tímatökubúnaði. Glæsilegur árangur hjá Sigurbirni sem seint verður leikið eftir.

Efnilegasti knapinn árið 2010 var Hekla Katharina Kristinsdóttir úr hestamannafélaginu Geysi, Hellu. Hún var Íslandsmeistari ungmenna í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum. Ungur og efnilegur knapi sem á framtíðina fyrir sér.

Gæðingaknapi ársins 2010 var Sigursteinn Sumarliðason úr hestamannafélaginu Sleipni, Selfossi. Hann sigraði í bæði A og B-flokki gæðinga á opnu gæðingamóti Sleipnis, var öflugur keppandi á þeim gæðingamótum sem haldin voru og kom oftar en ekki fleiri en einum hesti í úrslit.

Kynbótaknapi ársins 2010 var Bjarni Jónasson úr hestamannafélaginu Léttfeta, Skagafirði. Hann sýndi 31 hross til kynbótadóms í ár og hlutu 19 þeirra 1.verðlaun með meðaltal 8,23 fyrir hæfileika. Þeirra hæst fór Vænting frá Brúnastöðum með 8,85 fyrir hæfileika.

Landssamband hestamannafélaga óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar.