Sölusýningar í Skagafirði komnar til að vera

17.11.2008
„Ég held að þessar sölusýningar séu komnar til að vera,“ segir hinn kunni hestamaður og hrossabóndi Björn Sveinsson á Varmalæk í Skagafirði. Sölusýning var haldin í nýrri reiðhöll á Varmalæk í gær.„Ég held að þessar sölusýningar séu komnar til að vera,“ segir hinn kunni hestamaður og hrossabóndi Björn Sveinsson á Varmalæk í Skagafirði. Sölusýning var haldin í nýrri reiðhöll á Varmalæk í gær.„Ég held að þessar sölusýningar séu komnar til að vera,“ segir hinn kunni hestamaður og hrossabóndi Björn Sveinsson á Varmalæk í Skagafirði. Sölusýning var haldin í nýrri reiðhöll á Varmalæk í gær.

„Það komu hingað um fjörutíu manns og um tuttugu hross voru sýnd. Flest úr Skagafirði en einnig nokkur úr Húnavatnssýslum. Ég veit ekki til þess að það hafi gengið sölur í gegn á staðnum, en stemmningin var góð og fólk var áhugasamt. Ég tel alveg víst að það verði markvisst framhald á þessum sýningum. Ekki endilega hér á Varmalæk. Það eru fleiri góðir staðir hér í Skagafirði,“ segir Björn.

„Við höfum þegar ákveðið að halda sölusýningar í janúar og mars, en sjáum svo til hvort ástæða er til að fjölga þeim. Það er mikill munur fyrir kaupendur að geta gengið að þeim hrossum vísum sem eru til sölu á svæðinu. Það komu fram hross í gær sem maður vissi ekki að væru til sölu, góð hross. Þannig að þetta er áreiðanlega hvetjandi og gerir sölustarfið markvissara fyrir alla.“

Á myndinni er stóðhesturinn Tindur frá Varmalæk, sem er hæst dæmda kynbótahross Skagafjarðar í ár. Varmilækur var valið ræktunarbú Skagafjarðar á uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna sem var haldin á Hofsósi í haust.