Spónakostnaður sligar tamningastöðvar

13.11.2008
Verð á tréspónum hefur rokið upp og er orðinn verulega þungur liður í rekstri tamningastöðva og í hestahaldi einstaklinga sem eru með safnstíur. Flórlæri á reiðhestum og tamningatrippum gætu því orðið með meira móti næstu misserin ef að líkum lætur.Verð á tréspónum hefur rokið upp og er orðinn verulega þungur liður í rekstri tamningastöðva og í hestahaldi einstaklinga sem eru með safnstíur. Flórlæri á reiðhestum og tamningatrippum gætu því orðið með meira móti næstu misserin ef að líkum lætur. Verð á tréspónum hefur rokið upp og er orðinn verulega þungur liður í rekstri tamningastöðva og í hestahaldi einstaklinga sem eru með safnstíur. Flórlæri á reiðhestum og tamningatrippum  gætu því orðið með meira móti næstu misserin ef að líkum lætur.

Algengt verð á 25 -30 kílóa spónaballa er nú 2000 til 2400 krónur. Gert er ráð fyrir að það muni hækka í næstu sendingum. Í versluninni Líflandi kostar 30 kílóa spónaballi 2390 krónur. Sextán kílóa balli af köggluðum spæni í Líflandi kostar 1690 krónur og balli af hör kostar 1750 krónur.

En hægt er að fá ódýrari undirburð. Hjá Flögum í Hafnarfirði er hægt að fá 25 kílóa balla af pappaspæni á 1000 krónur. Hingað til hafa pappa- og bréfspænir ekki náð hylli hestamanna. Það gæti breyst núna. Flögur flytja líka inn tréspæni og gert er ráð fyrir að næsta sending verði á 2400 til 2500 krónur 27 kílóa balli.

Tamningastöðvar sem keypt hafa spæni í miklu magni hafa fengið afslátt. Sumir hafa flutt þá inn sjálfir í gámum og náð verðinu þannig niður. Nýlegt “eldra verð” frá því haust á spæni í gámum er 1490 krónur ballinn fyrir utan vsk.. Tamningastöð sem notar ca. þrjá balla á dag þarf því að greiða um 1350 þúsund krónur á ári í spónakostnað ef stöðin er starfrækt 300 daga á ári. Sá kostnaður fer í 1800 þúsund miðað við að verðið hækki í 2000 krónur ballinn fyrir utan vsk. og starfssemin er í 300 daga á ári. En 2,2  miljónir ef stöðin er starfrækt alla daga ársins.

Dæmi eru um að stærstu tamningastöðvar noti allt upp í fimm balla á dag. Það gera þrjár milljónir, sex hundruð og fimmtíu þúsund á ári miðað við 2000 krónur ballinn og  heils árs starfssemi (3.650.000,-).