Þúfa hlaut ræktunarverðlaun keppnishrossa

08.11.2010
Indriði og frú taka við verðlaununum. Árni Páll Árnason ráðherra stendur hjá þeim ásamt Haraldi Þórarinssyni.
Indriði Ólafsson og frú hlutu verðlaunin „Ræktun keppnishrossa“ á Uppskeruhátíð hestamanna en þau eru veitt fyrir eftirtekarverðan árangur í ræktun keppnishrossa. Indriði Ólafsson og frú hlutu verðlaunin „Ræktun keppnishrossa“ á Uppskeruhátíð hestamanna en þau eru veitt fyrir eftirtekarverðan árangur í ræktun keppnishrossa. Indriði Ólafsson, kenndur við Þúfu, hefur verið ötull ræktunarmaður íslenska hestsins undanfarna áratugi. Þar ber hæst að nefna ræktun hans á gæðingaföðurnum Orra frá Þúfu.  Áhrif Orra í íslenska hrossastofninum er mikil enda hefur hann getið af sér ófáa gæðinga og er enn að, orðinn 24 vetra gamall.

Landssamband hestamannafélaga óskar Indriða og fjölskyldu innilega til hamingju með verðlaunin.