Uppskeruhátíð hestamanna 2008

30.11.1999
Simmi og Jói stýra Uppskeruhátíðinni. Hinir þekktu stuðboltar Simmi og Jói munu halda um stjórnartaumana á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fer á Broadway laugardaginn 8. nóvember nk. Þeir félagar eru vanir að ærslast með fólki og segjast hlakka mikið til að sprella með hestamönnum sem eru þekktir gleðimenn.Simmi og Jói stýra Uppskeruhátíðinni. Hinir þekktu stuðboltar Simmi og Jói munu halda um stjórnartaumana á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fer á Broadway laugardaginn 8. nóvember nk. Þeir félagar eru vanir að ærslast með fólki og segjast hlakka mikið til að sprella með hestamönnum sem eru þekktir gleðimenn.

Simmi og Jói stýra Uppskeruhátíðinni

Hinir þekktu stuðboltar Simmi og Jói munu halda um stjórnartaumana á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fer á Broadway laugardaginn 8. nóvember nk. Þeir félagar eru vanir að ærslast með fólki og segjast hlakka mikið til að sprella með hestamönnum sem eru þekktir gleðimenn. Að auki verður boðið upp á tónlistaratriði og knapar ársins í öllum flokkum verða útnefndir ásamt hrossaræktarbúi ársins. Miðasala hefur gengið gríðarlega vel og segja veisluhaldarar á Broadway að það stefni í stærstu hátíð sögunnar og eru aðeins örfáir miðar eftir í borðhaldið. Miðaverð er kr. 7.900 og í boði er glæsilegur þriggja rétta kvöldverður ásamt fordrykk.
Hestamenn ætla greinilega ekki að láta kreppuna koma í veg fyrir skemmtilega kvöldstund þar sem góðum árangri verður fagnað. Selt verður inn á dansleik að borðhaldi loknu og kostar aðgöngumiði á ballið kr. 2.000. Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi og hleypt verður inn á ballið kl. 23:30. Aldurstakmark er 20 ár og snyrtilegs klæðnaðar er krafist. Gallabuxur og strigaskór eru bannvara!
Miðasala fer fram hjá Broadway í Ármúla 9 alla virka daga frá kl. 12-18, sími 533 1100. ww.broadway.is